Hindrika Júlía Helgadóttir
Hindrika Júlía Helgadóttir í Núpsdal við Brekastíg 18, húsfreyja fæddist 2. júlí 1894 á Húsatóftum í Grindavík og lést 27. febrúar 1968.
Foreldrar hennar voru Helgi Þórðarson múrari, steinsmiður, bóndi, í Engidal 1920, f. 22. júlí 1866 í Kaldaðarnesi í Flóa, d. 17. nóvember 1940, og kona hans Herdís Magnúsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1868 á Hrauni í Ölfusi, d. 1. apríl 1953.
Börn Herdísar og Helga í Eyjum:
1. Hindrika Júlía Helgadóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1894, d. 27. febrúar 1968, kona Sveinbjarnar Ágústs Benónýssonar.
2. Magnús Helgason skrifstofustjóri, f. 8. september 1896, d. 10. október 1976. Kona hans Magnína Sveinsdóttir.
3. Albert Helgason múrari, 18. júní 1901 í Hafnarfirði, d. 3. apríl 1961. Kona hans, (skildu), Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir.
4. Dorothea Guðný Helgadóttir öryrki, f, 11. desember 1906 í Hafnarfirði, d. 20. desember 1959.
Hindrika var með foreldrum sínum í æsku, á Brú í Garðasókn, Gull. 1901, í Hafnarfirði 1910.
Hún lærði ,,saum og organslátt“ í Reykjavík 1920.
Hún var með foreldrum sínum í Skógum við Bessastíg 8 1922.
Þau Sveinbjörn Ágúst giftu sig 1922, bjuggu á Kirkjuhól við Bessastíg 4 við giftingu, í Skógum við skírn Sigurðar Friðhólms 1923, byggðu Núpsdal og voru komin þangað 1924 og bjuggu þar síðan.
Sveinbjörn lést 1965 og Hindrika Júlía 1968.
I. Maður Hindriku Júlíu, (15. apríl 1922), var Sveinbjörn Ágúst Benónýsson múrarameistari, f. á Kambhóli í Víðidal, V.-Hún. 8. ágúst 1892, d. 31. maí 1965.
Börn þeirra:
1. Sigurður Fríðhólm Sveinbjörnsson múrarameistari, f. 5. september 1923, d. 1. nóvember 1990.
2. Herbert Jóhann Sveinbjörnsson bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984.
3. Jóhanna Herdís Sveinbjarnardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1929 í Núpsdal, d. 25. október 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.