Dorothea Guðný Helgadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Dorothea Guðný Helgadóttir frá Engidal, öryrki fæddist 11. desember 1906 í Hafnarfirði og lést 20. desember 1959.
Foreldrar hennar voru Helgi Þórðarson múrari, steinsmiður, bóndi, í Engidal 1920, f. 22. júlí 1866 í Kaldaðarnesi í Flóa, d. 17. nóvember 1940, og kona hans Herdís Magnúsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1868 á Hrauni í Ölfusi, d. 1. apríl 1953.

Börn Herdísar og Helga:
1. Júnía Þuríður Helgadóttir húsfreyja á Höllustöðum í Hún, síðar á Blönduósi, f. 9. júní 1893, d. 29. september 1961. Maður hennar Jón Í. Ólafsson.
2. Hindrika Júlía Helgadóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1894 á Húsatóftum í Grindavík, d. 27. febrúar 1968, kona Sveinbjarnar Ágústs Benónýssonar.
3. Magnús Helgason skrifstofustjóri, f. 8. september 1896 á Húsatóftum í Grindavík, d. 10. október 1976. Kona hans Magnína Sveinsdóttir.
4. Aldís Magnúsdóttir, f. 9. janúar 1898, d. 12. júní 1898.
5. Þórður Helgason, f. 28. febrúar 1899, d. 1. mars 1900.
6. Albert Helgason múrari, 18. júní 1901 í Hafnarfirði, d. 3. apríl 1961. Kona hans, (skildu), var Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir. 7. Hólmfríður Rúffía Helgadóttir, f. 14. júní 1903, d. 20. desember 1919.
8. Dorothea Guðný Helgadóttir öryrki, f, 11. desember 1906 í Hafnarfirði, d. 20. desember 1959.

Dorothea var andlega fötluð og var með foreldrum sínum í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Hún dvaldi síðustu ár sín á Kópavogshæli.
Hún lést 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.