Magnína Sveinsdóttir
Magnína Jóna Sveinsdóttir húsfreyja í Engidal fæddist 24. nóvember 1897 í Engidal í Skutulsfirði, Ísafj.s. og lést 17. október 1982.
Foreldrar hennar voru Sveinn Ólafsson bóndi, ekkill, f. 25. júní 1844, d. 29. júní 1900, og vinnukona hans Pálína Samúelsdóttir, síðar húsfreyja í Súðavík, f. 10. júní 1871, d. 3. desember 1959.
Magnína var fjögurra ára barn á Fossum í Skutulsfirði 1901, barn á Góustöðum í Skutulsfirði 1910.
Magnína og Magnús voru meðal stofnenda Aðventistasafnaðarins í Eyjum 1924 og Magnína starfaði mikið að líknarmálum.
Þau Magnús giftu sig 1919, fluttu til Eyja sama ár, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Sólheimum 1919, en síðan í Engidal frá 1920 til 1930, er þau fluttu til Reykjavíkur, en börnin Sveinn og Hermann dvöldu hjá föðurforeldrum sínum á Brekastíg 19 skamma stund. Þau Magnús bjuggu á Sogabletti 14 1930, fluttu í Ölfus, byggðu nýbýlið Bræðraból, bjuggu þar 1936-1938, en á Þórustöðum þar 1938-1940. Þau fluttu þaðan í Skerjafjörð og bjuggu síðast í Bauganesi 3.
Magnús lést 1976 og Magnína Jóna 1982.
I. Maður Magnínu Jónu, (23. júní 1919), var Magnús Helgason frá Hafnarfirði, bókhaldari, skipstjóri, kaupmaður, skrifstofustjóri, gjaldkeri, f. 8. september 1896 í Húsatóftum í Grindavík, d. 10. október 1976.
Börn þeirra:
1. Sveinn Magnússon loftskeytamaður, starfsmaður hjá Veðurstofu Íslands, f. 15. nóvember 1919 á Sólheimum, d. 1. febrúar 1989. Kona hans Guðrún Sigurjónsdóttir, látin.
3. Hermann Magnússon símvirki, póst og símstöðvarstjóri á Hvolsvelli, f. 12. júlí 1921 á Sólheimum, d. 4. ágúst 1996. Kona hans Gyða Arnórsdóttir, látin.
4. Magnús Helgi Magnússon bæjarstjóri, ráðherra, f. 30. september 1922 í Engidal. Fyrri kona hans var Guðbjörg Guðlaugsdóttir. Síðari kona hans var Filippía Marta Guðrún Björnsdóttir, látin.
5. Páll Magnússon flugmaður, f. 27. september 1924 í Engidal, d. 12. apríl 1951. Kona hans Alma Ásbjörnsdóttir, látin.
6. María Magnúsdóttir Ammendrup húsfreyja, tónlistarmaður, f. 14. júní 1927 í Engidal, d. 28. apríl 2010. Maður hennar Tage Ammendrup, látinn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.