Ingibjörg Anna Bjarnadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Anna Bjarnadóttir frá Drangsnesi í Strandasýslu, húsfreyja, sjúkraliði fæddist þar 13. júní 1958.
Foreldrar hennar voru Bjarni Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 17. júní 1919, d. 21. apríl 1995, og kona hans Bjarnfríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1923, d. 5. apríl 2002.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð sjúkraliði 1979.
Hún vann við fiskiðnað á yngri árum sínum, en hefur verið sjúkraliði í Eyjum og við sjúkrahúsið í Keflavík.
Þau Ómar giftu sig 1978, eignuðust fjögur börn. Þau hafa búið í Eyjaholti 9 í Garði.

I. Maður Ingibjargar Önnu, (15. júlí 1978), er Ómar Guðmundsson sjómaður, beitningamaður frá Háagarði, f. 30. júní 1953.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Bára Ómarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 15. janúar 1979. Maður hennar Vignir Már Þorgeirsson.
2. Laufey Guðmunda Ómarsdóttir öryggisvörður, f. 9. júlí 1981. Fyrrum maður hennar Guðmundur Magnússon.
3. Halla Björk Ómarsdóttir húsfreyja, starfsmaður á elliheimili í Svíþjóð, f. 24. apríl 1985. Maður hennar Arnar Elvar Jónsson.
4. Árný Þöll Ómarsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1990. Maður hennar Jón Eyberg Helgason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.