Ágústa Petersen Forberg

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágústa Hansína Petersen Forberg húsfreyja fæddist 4. janúar 1905 á Rauðará í Reykjavík og lést 27. október 1987 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Aage Lauritz Petersen verkfræðingur af dönskum ættum, símstjóri, f. 14. desember 1879, d. 2. mars 1959, og fyrri kona hans Guðbjörg Gísladóttir húsfreyja, síðar á Gimli, f. 25. ágúst 1880 í Hlíðarhúsi, d. 29. nóvember 1969.

Börn Guðbjargar og Aage:
1. Ásdís Elísabet Petersen húsfreyja, f. 19. desember 1902, d. 6. desember 1984.
2. Ágústa Hansína Petersen Forberg húsfreyja, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987.
3. Gísli Friðrik Petersen læknir, prófessor, f. 21. febr. 1906, d. 18. júlí 1992.
4. Ágúst Ferdinand Petersen listmálari, f. 20. desember 1908, d. 7. nóvember 1990.

Barn Guðbjargar og Sæmundar Jónssonar frá Jómsborg, f. 2. apríl 1888 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 31. mars 1968.
5. Jón Karl Sæmundsson ljósmyndari í Reykjavík, f. 18. september 1921, d. 30. júní 1993. Kona hans var Sigurlína Árnadóttir.

Börn Aages og síðari konu hans Guðnýjar Magnúsdóttur talsímakonu, húsfreyju, f. 13. ágúst 1898, d. 17. febrúar 1975.
6. Stella Petersen skrifstofumaður, gift í Englandi, f. 30. september 1917 á Símstöðinni.
7. Betsy Petersen, f. 4. nóvember 1918 á Símstöðinni, d. 25. desember 1944.
8. Magnús Petersen verkamaður í Reykjavík, f. 29. október 1920, d. 19. júlí 1992.
9. Gunnar Petersen gullsmiður í Reykjavík, f. 16. janúar 1929, d. 6. október 1980.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1908 og bjó á Hól, síðan á Símstöðinni (Miðstöð).
Við skilnað foreldra sinna 1915 fór Ágústa í fóstur til móðursystur sinnar Ásdísar Gísladóttur Johnsen og manns hennar Gísla Johnsens kaupmanns og útgerðarmanns á Breiðabliki.
Hún giftist Ólafi Magnússyni 1926, eignaðist tvö börn. Þau bjuggu á Sólvangi við fæðingu Magnúsar, en í Steinholti við fæðingu Ólafs.
Ólafur veiktist af berklum og hjónin fluttust til Reykjavíkur. Ólafur lést 1930 á Vífilsstöðum.
Ágústa vann við Landsímann og bjó hjá fyrrum fósturforeldrum Ásdísi og Gísla á Túngötu 18. Ólafur sonur hennar fór í fóstur til Guðbjargar móðurmóður sinnar í Eyjum, en Magnús var löngum hjá Gísla og Ásdísi.
Þau Bjarni Forberg giftu sig 1933, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Laufásvegi 8 og síðar á Nesvegi 19.
Bjarni lést 1978 og Ágústa 1987.

Ágústa var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (3. júlí 1926), var Ólafur Magnússon læknastúdent, stofnandi og ritstjóri vikublaðsins Víðis í Eyjum, f. 3. mars 1903 á Seyðisfirði, d. 4. nóvember 1930 á Vífilsstöðum.
Börn þeirra:
1. Magnús Ólafsson læknir, f. 1. nóvember 1926 á Sólvangi, d. 2. september 1990.
2. Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur, lyfsali, f. 29. mars 1928 í Steinholti, d. 14. febrúar 1984.

II. Síðari maður Ágústu Hansínu, (11. mars 1933), var Bjarni Forberg bæjarsímstjóri í Reykjavík, f. 19. febrúar 1904, d. 12. janúar 1978.
Börn þeirra:
3. Örn Bjarnason Forberg skólastjóri í Grundarfirði, síðan kennari í Lundi í Svíþjóð, f. 15. október 1933, d. 12. mars 2010.
4. Ásbjörg Bjarnadóttir Forberg húsfreyja, starfsmaður Pósts og síma, f. 7. febrúar 1939.
5. Jenný Bjarnadóttir Forberg húsfreyja, f. 27. janúar 1945.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.