Betsy Petersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Betsy Petersen.

Betsy Petersen, síðar Pedersen frá Símstöðinni, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 4. nóvember 1918 og lést 25. desember 1944.
Foreldrar hennar voru Aage Lauritz Petersen verkfræðingur af dönskum ættum, símstjóri, f. 14. desember 1879, d. 2. mars 1959, og síðari kona hans Guðný Magnúsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1898 í Reykjavík, d. 17. febrúar 1975.

Börn Aage og Guðbjargar fyrri konu hans:
1. Ásdís Elísabet Petersen húsfreyja, f. 19. desember 1902, d. 6. desember 1984. Fyrri maður hennar var Lárus Karl Lárusson. Síðari maður hennar var Baldur Teitsson.
2. Ágústa Hansína Petersen Forberg húsfreyja, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Ólafur Magnússon, lést 1930. Síðari maður Ágústu var Bjarni Forberg.
3. Gísli Friðrik Petersen læknir, prófessor, f. 21. febr. 1906, d. 18. júlí 1992. Kona hans var Sigríður G. Brynjólfsdóttir.
4. Ágúst Ferdinand Petersen málari, listmálari, f. 20. desember 1908, d. 7. nóvember 1990. Kona hans var Guðný Eiríka Guðmundsdóttir.
Börn Aage og Guðnýjar Magnúsdóttur síðari konu hans:
5. Stella Petersen skrifstofumaður, gift í Englandi, f. 30. september 1917 á Símstöðinni.
6. Betsy Petersen, f. 4. nóvember 1918 á Símstöðinni, d. 25. desember 1944.
7. Magnús Petersen verkamaður í Reykjavík, f. 29. október 1920, d. 19. júlí 1992.
8. Gunnar Petersen gullsmiður í Reykjavík, f. 16. janúar 1929, d. 6. október 1980.

Betsy var sex ára tökubarn á Grund 1924.
Hún stundaði tungumála- og tónlistarnám, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í apríl 1940, stundaði framhaldsnám í barnahjúkrun við General Hospital í New Castle on Tyne í Englandi í fimm mánuði 1942.
Betsy var hjúkrunarfræðingur við Kleppsspítala og Landspítala 1940-1942.
Þau Ragnar Kristen giftu sig 1942 eignuðust eitt barn.
Betsy lést 1944.

I. Maður Betsýjar, (18. apríl 1942), var Ragnar Kristen Pedersen skipstjóri í Noregi (í millilandasiglingum), f. 11. ágúst 1916. Hann var sonur Therese og Lauritz Pedersen sjómanns í Noregi.
Barn þeirra:
1. Therese Pedersen, f. 26. janúar 1943. Maður hennar Olav Rökke stýrimaður í Arendal í Noregi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.