Guðbjörg Gísladóttir (Hlíðarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðbjörg Jónína Gísladóttir.

Guðbjörg Jónína Gísladóttir frá Hlíðarhúsi, húsfreyja á Gimli fæddist 25. ágúst 1880 í Hlíðarhúsi og lést 29. nóvember 1969.
Foreldrar hennar voru Gísli Stefánsson kaupmaður í Hlíðarhúsi, f. 28. ágúst 1842 í Selkoti u. Eyjafjöllum, d. 25. september 1903 í Reykjavík, og kona hans Soffía Lisbeth Andersdóttir húsfreyja, f. 8. október 1847 í Sjólyst, d. 10. júní 1936 í Hlíðarhúsi.

Börn Soffíu og Gísla:
1. Friðrik Gísli Gíslason, f. 11. maí 1870, d. 15. janúar 1906.
2. Jes Anders Gíslason, f. 28. maí 1872, d. 7. febrúar 1961.
3. Ágúst Gíslason, 15. ágúst 1874, d. 24. desember 1922.
4. Stefán Gíslason, f. 6. ágúst 1877, d. 11. janúar 1953.
5. Anna Ásdís Gísladóttir Johnsen, f. 11. október 1878, d. 23. febrúar 1945.
6. Guðbjörg Jónína Gísladóttir, f. 25. ágúst 1880, d. 29. nóvember 1969.
7. Jóhann Gíslason, f. 16. júlí 1883, d. 1. mars 1944.
8. Lárus Gíslason, f. 9. ágúst 1885, d. 21. júlí 1950.
9. Kristján Gíslason, f. 16. janúar 1891, d. 10. febrúar 1948.
10. Rebekka Gísladóttir, f. 22. janúar 1889, d. 24. apríl 1897.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún átti gildan þátt í leikstarfsemi í Eyjum, var einn af stofnendum Leikfélagsins.
Hún sigldi til Danmerkur 1899, þar sem hún kynntist Aage Petersen. Þau eignuðust Ásdísi Elísabetu 1902 í Hlíðarhúsi, giftu sig 1903 í Eyjum, bjuggu síðan í Reykjavík, en fluttust til Eyja 1908 með Ágústu Hansínu og Gísla Friðrik og Ásdísi Elísabetu, bjuggu á Hól, en Ágúst Ferdinand fæddist þar á því ári. Þau bjuggu þar 1910, á Símstöðinni 1912-1914.
Þau Aage bjuggu ekki saman 1915 og Guðbjörg var með Gísla Friðrik og Ágúst Ferdinand á Hól, ,,skilin“. Ásdís Elísabet fór vinnukona til Landeyja 1915, en var komin að Hól 1916. Ágústa Hansína fór í fóstur til Önnu Ásdísar og Gísla Johnsen. 1916 var Guðbjörg á Hól með Gísla og Ágúst og Ásdís Elísabet var þar vinnukona. Hún var þar með sömu börn 1917 og 1918 og Ásdís var þar enn vinnukona.
Guðbjörg giftist Sæmundi 1919 og bjó í Valhöll með honum, með Ásdísi Elísabetu, Ágústi Ferdinand og Jóni Karli nýfæddum 1921, með Ágústi og Jóni 1922. Þau voru komin að Gimli 1923 með Ágúst, Gísla, Ásdísi og Jón Karl, og bjuggu þar síðan uns hjónin fluttu til Reykjavíkur 1956 og bjuggu þar á Tjarnargötu 10B.
Sæmundur lést 1968 og Guðbjörg Jónína 1969.

Guðbjörg Jónína var tvígift.
I. Fyrri maður Guðbjargar, (1. október 1903, skildu), var Aage Lauritz Petersen, danskur maður, verkfræðingur og símstöðvarstjóri í Eyjum, síðar skattstofufulltrúi í Rvk, f. 14. des. 1879, d. 2. marz 1959.
Börn þeirra:
1. Ásdís Elísabet Petersen húsfreyja, f. 19. desember 1902, d. 6. desember 1984. Maður hennar var Baldur Teitsson.
2. Ágústa Hansína Petersen Forberg húsfreyja, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Ólafur Magnússon, lést 1930. Síðari maður Ágústu var Bjarni Forberg.
3. Gísli Friðrik Petersen læknir, prófessor, f. 21. febr. 1906, d. 18. júlí 1992. Kona hans var Sigríður G. Brynjólfsdóttir.
4. Ágúst Ferdinand Petersen listmálari, f. 20. desember 1908, d. 7. nóvember 1990. Kona hans var Guðný Guðmundsdóttir.

II. Síðari maður Guðbjargar, (30. ágúst 1919), var Sæmundur Jónsson frá Jómsborg, kaupmaður, útgerðarmaður, f. 2. apríl 1888 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 31. mars 1968.
Barn þeirra:
5. Jón Karl Sæmundsson ljósmyndari í Reykjavík, f. 18. september 1921, d. 30. júní 1993. Kona hans var Sigurlína Árnadóttir.
Fósturbarn hjónanna var
6. Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur, lyfsali, f. 29. mars 1928 í Eyjum, d. 14. febrúar 1984. Hann var sonur Ólafs Magnússonar frá Sólvangi og konu hans Ágústu Hansínu Petersen, síðar Forberg, dóttur Guðbjargar. Kona hans var Erna Hermannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.