Ásdís Gísladóttir Johnsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Anna Ásdís Gísladóttir Johnsen frá Hlíðarhúsi fæddist 11. október 1878 í Jónshúsi, (Hlíðarhúsi) og lést 23. febrúar 1945.
Foreldrar hennar voru Gísli Stefánsson kaupmaður í Hlíðarhúsi, f. 28. ágúst 1842 í Selkoti u. Eyjafjöllum, d. 25. september 1903 í Reykjavík, og kona hans Soffía Lisbeth Andersdóttir húsfreyja, f. 8. október 1847 í Sjólyst, d. 10. júní 1936 í Hlíðarhúsi.

Börn Soffíu og Gísla:
1. Friðrik Gísli Gíslason, f. 11. maí 1870, d. 15. janúar 1906.
2. Jes Anders Gíslason, f. 28. maí 1872, d. 7. febrúar 1961.
3. Ágúst Gíslason, 15. ágúst 1874, d. 24. desember 1922.
4. Stefán Gíslason, f. 6. ágúst 1877, d. 11. janúar 1953.
5. Anna Ásdís Gísladóttir Johnsen, f. 11. október 1878, d. 23. febrúar 1945.
6. Guðbjörg Jónína Gísladóttir, f. 25. ágúst 1880, d. 29. nóvember 1969.
7. Jóhann Gíslason, f. 16. júlí 1883, d. 1. mars 1944.
8. Lárus Gíslason, f. 9. ágúst 1885, d. 21. júlí 1950.
9. Kristján Gíslason, f. 16. janúar 1891, d. 10. febrúar 1948.
10. Rebekka Gísladóttir, f. 22. janúar 1889, d. 24. apríl 1897.

Ásdís var með foreldrum sínum í æsku, í Jónshúsi, sem síðar nefndist Hlíðarhús. Hún sigldi til Kaupmannahafnar með Guðbjörgu systur sinni 1899 og sneri heim 1902.
Þau Gísli giftu sig 1904, eignuðust þrjú börn og fóstruðu Ágústu Petersen. Þau bjuggu í fyrstu í Godthaab, byggðu Breiðablik og bjuggu þar frá 1908. Þau voru þar 1919, en á Hverfisgötu 40 í Reykjavík 1920 með börnin og fósturbarn þeirra Ágústu.
Þau byggðu Túngötu 18 í Reykjavík og bjuggu þar síðan.
Anna Ásdís lést 24. maí 1945 og Gísli 1965.

I. Maður Önnu Ásdísar, (24. júní 1904), var Gísli J. Johnsen kaupmaður, útgerðarmaður, f. 10. mars 1881, d. 6. september 1965.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen Matthíasson, f. 22. nóvember 1905, d. 2. september 1990.
2. Gísli Friðrik Gíslason Johnsen, f. 11. janúar 1906, d. 8. október 2000.
3. Soffía Gísladóttir Johnsen Árnason húsfreyja, f. 1. júní 1907, d. 28. maí 1994.
Fósturbarn þeirra, dóttir Guðbjargar systur Ásdísar var
4. Ágústa Hansína Petersen, síðar Forberg, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.