Ágúst Vilhjálmur Eiríksson (Vegamótum)
Ágúst Viljálmur Eiríksson verslunarmaður, bókhaldari frá Vegamótum fæddist 1. febrúar 1893 í Nýja Kastala, (síðar Vegamót) og lést 26. janúar 1927.
Foreldrar hans voru Eiríkur Hjálmarsson kennari og útvegsmaður á Vegamótum, f. 11. ágúst 1856, d. 5. apríl 1931, og kona hans Sigurbjörg Rannveig Pétursdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1864 í Hvalsnessókn á Reykjanesi, d. 28. október 1946.
Börn Eiríks og Sigurbjargar voru:
1. Vilhjálmur Eiríksson, f. 6. júlí 1889, d. 10. mars 1891.
2. Ágúst Vilhjálmur Eiríksson verslunarmaður, f. 1. febrúar 1893, d. 26. janúar 1927.
3. Haraldur Eiríksson rafvirkjameistari, kaupmaður, f. 21. júní 1896, d. 7. apríl 1986.
4. Hjálmar Eiríksson verslunarstjóri, f. 25. janúar 1900, d. 18. ágúst 1940.
5. Anna Eiríksdóttir húsfreyja á Vegamótum, f. 24. október 1902, d. 4. janúar 1988.
Föðursystkini Ágústs, börn Hjálmars Eiríkssonar bónda á Ketilsstöðum í Mýrdal og Efri-Rotum u. Eyjafjöllum:
I. Börn Hjálmars Eiríkssonar og Guðrúnar Jónsdóttur fyrri konu hans í Eyjum:
1. Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum.
2. Þórunn Hjálmarsdóttir húskona á Lágafelli, fyrr húsfreyja á Ljótarstöðum, kona Sigurðar Sigurðssonar bónda þar.
3. Þorgerður í Dölum húsfreyja í Dölum, kona Jóns Gunnsteinssonar.
II. Börn Hjálmars Eiríkssonar og Kristínar Sveinsdóttur síðari konu hans:
4. Hjálmrún Hjálmarsdóttir vinnukona, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 16. mars 1878, d. 9. mars 1950.
5. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja á Akri, kona Guðmundar Þórðarsonar.
6. Helgi Hjálmarsson, – að Hamri. Konur hans voru Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
III. Barn Hjálmars Eiríkssonar og Ingibjargar Gísladóttur, síðar húsfreyju í Oddakoti í A-Landeyjum:
6. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól, kona Ólafs Guðmundssonar.
IV. Hálfsystir Hjálmars á Ketilsstöðum og Efri-Rotum og föðursystir Hjálmarsbarna var
7. Sigríður Eiríksdóttir langamma Árna Árnasonar símritara og þeirra systkina og amma Kristins Sigurðssonar á Eystri-Löndum.
Ágúst var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Nýja-Kastala 1893, á Vegamótum 1901-1909.
Hann var við nám í Verslunarskólanum Íslands í Reykjavík 1910, var skráður með fjölskyldu sinni á Vegamótum 1913 og 1914.
Þau Katrín Kristín giftu sig 1915 og bjuggu á Fögrubrekku og enn 1920.
Ágúst var þá bókhaldari hjá Bjarma
Árin 1922-1925 var hann með foreldrum sínum á Vegamótum.
Ágúst Vilhjálmur lést 1927.
I. Kona Ágústs, (28. maí 1915, skildu samvistir), var Katrín Kristín Friðriksdóttir Söebech húsfreyja, síðar húsfreyja í Reykjavík og umboðs- og heildsali, f. 3. september 1888 í Reykjarfirði á Ströndum, d. 21. september 1967. Þau voru barnlaus.
II. Barnsmóðir Ágústs var Lára Guðmundsdóttir vinnukona, f. 23. janúar 1902, d. 21. október 2000.
Barn þeirra:
1. Guðbjörg Petronella Ágústsdóttir, f. 16. september 1925 á Vegamótum, d. 26. febrúar 1931.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.