Guðrún Bergsdóttir (Svaðkoti)
Guðrún Bergsdóttir húsfreyja í Hallgeirsey í A-Landeyjum, síðan í dvöl í Svaðkoti, fæddist 30. nóvember 1832 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum og lést 1913.
Foreldrar hennar vor Bergur Daníelsson Bjarnasonar vinnumaður í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, f. 1777, d. 22. apríl 1845, og Steinvör Guðmundsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Dölum í Eyjum og Hallgeirsey í A-Landeyjum, skírð 9. mars 1800, d. 21. september 1882.
Guðrún var með móður sinni, sem „vinnur fyrir barni sínu“ í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum 1835, með vinnukonunni móður sinni þar 1840.
Hún var fósturbarn hjá Eyvindi Jónssyni bónda í Hallgeirseyjarhjáleigu, en Steinvör móðir hennar og Jón Gíslason maður hennar voru bændur í Dölum.
1850 var Guðrún með móður sinni og Jóni Gíslasyni bændum í Hallgeirsey. Jón bóndi drukknaði 1855 og í lok ársins var Guðrún þar með ekkjunni og bóndanum móður sinni og enn 1860.
Hún bjó með móður sinni í Austurbænum í Hallgeyrsey til 1863 og síðan með Jóni Brandssyni til 1893, er hann drukknaði, en hún bjó þar til 1898, er Ingibjörg dóttir hennar og Jón Guðmundsson tóku við búi.
Guðrún fluttist með þeim til Eyja 1903.
Hún lést 1913.
Maður Guðrúnar, (18. júní 1864), var Jón Brandsson bóndi og formaður við Landeyjasand og Vestmannaeyjar, f. 9. október 1835 á Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, drukknaði við Vestmannaeyjar 25. mars 1893 ásamt 14 bátsverjum sínum.
Börn þeirra voru:
1. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hallgeirsey, Svaðkoti og Suðurgarði f. 20. janúar 1866, d. 20. mars 1953, gift Jóni Guðmundssyni bónda.
2. Steinvör Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 10. janúar 1873, d. 6. febrúar 1942. Maður hennar var Jónas Helgason bóndi.
3. Guðbrandur Jónsson, f. 26. október 1869, d. 24. febrúar 1870.
4. Guðrún Guðný Jónsdóttir vinnukonu í Þorlaugargerði, f. 10. janúar 1873, d. 9. september 1957.
5. Jón Jónsson öryrki í Svaðkoti, síðar í Nýjabæ, f. 28. maí 1878, d. 13. ágúst 1930.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.