Steinvör Jónsdóttir (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Steinvör Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Nýjabæ fæddist 5. janúar 1868 í Hallgeirsey í A-Landeyjum og lést 6. febrúar 1942.
Faðir hennar var Jón bóndi og formaður í Hallgeirsey, f. 2. október 1835, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893, Brandsson bónda á Syðri-Úlfsstöðum, f. 1798 á Gaddstöðum á Rangárvöllum, d. 7. janúar 1865, Eiríkssonar bónda á Gaddstöðum og í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum, skírður 26. október 1775, d. 1. júli 1833, Jónssonar og konu Eiríks (2. október 1794), Ingibjargar húsfreyju, f. 1760, d. 3. febrúar 1839, Þórarinsdóttur.
Móðir Jóns Brandssonar og kona Brands Eiríkssonar var Guðrún húsfreyja, f. 10. nóvember 1794, d. 23. október 1870, Jónsdóttir bónda á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, skírður 22. apríl 1757, d. 13. desember 1824, Þorgilssonar og konu Jóns á Rauðnefsstöðum, Ingveldar húsfreyju, skírð 1. apríl 1762, d. 13. júlí 1834, Guðmundsdóttur.

Móðir Steinvarar Guðrúnar í Nýjabæ og kona Jóns Brandssonar var Guðrún húsfreyja í Hallgeirsey, síðar (frá 1903) í Svaðkoti, f. 30. nóvember 1832, d. 1913, Bergsdóttir vinnumanns í Drangshlíð, f. 13. febrúar 1811, Daníelssonar bónda í Miðeyjarhólmi, skírður 15. febrúar 1777, d. 22. apríl 1845, Bjarnasonar og konu Daníels, Guðnýjar Bergþórsdóttur húsfreyju, f. 1767, d. 1840.
Móðir Guðrúnar í Svaðkoti og barnsmóðir Bergs var Steinvör, síðar húsfreyja í Hallgeirsey, skírð 9. mars 1800, d. 21. september 1882 í Hallgeirsey, Guðmundsdóttir bónda í Strandarhjáleigu o.v., f. 1754 í Ketilhúshaga, d. 8. október 1829, Oddssonar, og konu Guðmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1754, d. 16. nóvember 1830, Hallsdóttur.

Steinvör Guðrún var alsystir Ingibjargar Jónsdóttur í Suðurgarði og Guðrúnar Guðnýjar vinnukonu í Þorlaugargerði 1910, lausakona á Sæbergi 1920, síðar með ættingjum á Suðurnesjum; og systir Jóns öryrkja, síðar hjá Steinvöru í Nýjabæ, f. 28. maí 1878, d. 13. ágúst 1930.

Steinvör var í Hallgeirsey með foreldrum sínum og fjölskyldu 1870, tveggja ára; sama 1890, 22 ára. Hún var ógift húsfreyja í Nýjabæ 1901, ógift húsfreyja þar 1910 og 1920.
Maður Steinvarar í Nýjabæ var Jónas Helgason bóndi í Nýjabæ, f. 26. september 1851, d. 15. apríl 1914.

Börn Jónasar og Steinvarar voru:
1. Jóhanna, fædd 29. október 1898, dáin 23. mars 1955, gift Sigurði Þorsteinssyni í Nýjabæ.
2. Kristín Jónasdóttir, fædd 3. janúar 1901, dáin 16. júní 1914.
3. Soffía, fædd 6. júlí 1904, dáin 26. júní 1987, ógift.
Fósturdóttir þeirra var
4. Jóhanna Sigríður Björnsdóttir, f. 16. september 1893, d. 15. september 1977.
Fósturdóttir Seinvarar að Jónasi látnum var
5. Concordia Konráðsdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 28. apríl 1915 í Götu, d. 24. október 2004.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.