Eyvindur Jónsson (Brekkuhúsi)
Eyvindur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi og Stakkagerði, síðar í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, fæddist 1787 á Krossi í Ölfusi og lést 7. apríl 1849.
Foreldrar hans voru Jón Eyvindsson smiður í Hlíðarhúsum í Reykjavík, f. 1763, d. 8. febrúar 1831, og fyrri kona hans Hlaðgerður Einarsdóttir húsfreyja, f. 1767, d. 5. júlí 1846.
Eyvindur var með móður sinni í húsi skráðu númer 19 í Reykjavík 1801.
Þau Valgerður bjuggu á Miðhúsum í Hvolhreppi 1814-1815, en voru komin að Brekkuhúsi 1815 og voru þar 1824, bjuggu í Stakkagerði 1825 og enn 1827, en voru komin að Hallgeirseyjarhjáleigu 1829. Þar bjó Eyvindur til dd. Hann lést 1849.
I. Barnsmóðir Eyvindar var Guðlaug Þorsteinsdóttir, síðar húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1772, d. 19. maí 1828. Hún varð kona Jóns Þorsteinssonar.
Barnið var
1. Þorsteinn Eyvindsson bóndi í Akurey í V-Landeyjum, f. 8. ágúst 1807, d. 18. apríl 1894.
II. Barnsmóðir Eyvindar að tveim börnum var Helga Sigurðardóttir vinnukona í Hólmahjáleigu, f. 1777.
Börnin voru
2. Sigurður Eyvindsson, f. 26. febrúar 1817, d. 13. september 1818.
3. Guðríður Eyvindsdóttir, f. 12. apríl 1818, d. 21. júní 1818.
III. Kona Eyvindar, (11. nóvember 1812, skildu samvistir), var Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, f. á Brekkum á Rangárvöllum, skírð 15. apríl 1776, d. 11. apríl 1868.
Börn þeirra hér:
4. Valgerður Eyvindsdóttir húsfreyja í Vestra-Íragerði í Stokkseyrarhreppi, f. 17. september 1813, d. 15. júní 1872. Maður hennar var Jón Guðmundsson (hafði viðurnefnið Íri), bóndi, f. 1811, drukknaði 1870.
5. Björn Eyvindsson, f. 22. ágúst 1814, d. líklega ungur.
6. Þorsteinn Eyvindsson, f. 22. ágúst 1814, d. í sama mánuði.
7. Valgerður Eyvindsdóttir, f. 22. ágúst 1814, dó líklega ung.
8. Guðrún Eyvindsdóttir húsfreyja í Móakoti í Garðahverfi, Gull., f. 11. nóvember 1815, d. 2. apríl 1888. Maður hennar var Eyjólfur Hinriksson bóndi, f. 1811, d. 1858.
9. Guðmundur Eyvindsson, f. 25. febrúar 1819, d. 7. júlí 1821 úr „hálsbólgu“.
10. Margrét Eyvindsdóttir, f. 30. júlí 1820, d. 8. ágúst 1820 úr ginklofa.
11. Guðmundur Eyvindsson, f. 19. nóvember 1822, d. 27. nóvember 1822 úr „sinadráttarsýki“, (hér líklega stífkrampi, ginklofi).
IV. Bústýra Eyvindar var Anna Jónsdóttir, f. 26. mars 1815, d. 17. maí 1898.
Börn þeirra hér:
12. Guðmundur Eyvindsson, f. 14. júní 1845, d. 23. október 1851.
13. Jón Eyvindsson trésmiður í Taber í Alberta í Kanada, f. 14. júní 1845, d. 3. október 1917. Hann var kvæntur Vigdísi Jónsdóttur frá Vilborgarstöðum, ekkju Árna Árnasonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.