Jón Gíslason (Dölum)
Jón Gíslason bóndi í Dölum og Hallgeirsey í A.-Landeyjum fæddist 20. júlí 1822 í Hallgeirsey og drukknaði 29. september 1855.
Foreldrar hans voru Gísli Jónsson bóndi í Hallgeirsey og Kanastöðum í A-Landeyjum, f. 1769 í Hallgeirseyjarhjáleigu, d. 19. júlí 1846 í Hallgeirsey, og síðari kona hans Gunnvör Ólafsdóttir frá Kirkjulandi í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. þar 1778, d. 13. september 1859 í Hallgeirsey.
Börn Gísla og fyrri konu hans Margrétar Jónsdóttur, í Eyjum:
1. Jón Gíslason bóndi í Stakkagerði.
2. Ólafur Gíslason á Gjábakka, þess sem lýstur var faðir Eggerts Guðmundar Ólafssonar í Götu eftir dauða sinn.
3. Guðfinna Gísladóttir húsfreyja í Syðstu-Mörk, síðar í dvöl í Juliushaab hjá Gísla Engilbertssyni syni sínum.
Barn Gísla og síðari konu hans Gunnvarar Ólafsdóttur:
4. Jón Gíslason bóndi í Dölum.
Jón var með foreldrum sínum í Hallgeirsey í æsku.
Hann flutti að Gjábakka 1843, var vinnumaður þar.
Þau Steinvör giftu sig 1845, voru barnlaus. Þau urðu bændur í Dölum 1845-1847, en þá tóku þau við búi á austurbænum í Hallgeirsey, bjuggu þar til 1855, en þá drukknaði Jón.
Steinvör bjó þar til 1863 og lést þar hjá Guðrúnu dóttur sinni 1882.
Kona Jóns, (3. júlí 1845), var Steinvör Guðmundsdóttir húsfreyja, skírð 9. mars 1800 í Strandarhjáleigu í V.-Landeyjum, d. 21. september 1882 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum.
Þau Jón voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.