Steinvör Guðmundsdóttir (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Steinvör Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, skírð 9. mars 1800 í Strandarhjáleigu í V.-Landeyjum og lést 21. september 1882 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Oddsson bóndi í Strandarhjáleigu, skírður 4. mars 1754, d. 8. október 1829, og kona hans Guðrún Hallsdóttir húsfreyja, f. 1754, d. 16. nóvember 1830.

Steinvör var með foreldrum sínum í Strandarhjáleigu 1801, var léttastúlka hjá Sigurði og Kristínu í Strandarhjáleigu 1816.
Hún eignaðist Guðrúnu með Bergi 1832, var vinnukona og vann fyrir Guðrúnu barni sínu í Hallgeirseyjarhjáleigu í A.-Landeyjum 1835, var ógift vinnukona þar 1840.
Steinvör flutti að Gjábakka 1842, var þar vinnukona.
Þau Jón giftu sig í Eyjum 1845, voru barnlaus. Þau bjuggu í Dölum 1845-1847, fluttu í Landeyjar og hófu búskap á austurbænum í Hallgeirsey 1847, bjuggu þar til 1855, en þá drukknaði Jón. Hún bjó áfram til 1863 og átti þar heimili hjá Guðrúnu dóttur sinni til dánardægurs 1882.

I. Barnsfaðir Steinvarar var Steinn Steinsson bóndi á Keldum á Rangárvöllum, í Krókatúni og Litla-Bakkakoti f. 13. júlí 1806 á Stokkalæk, d. 8. mars 1881 á Litla-Bakkakoti á Rangárvöllum.
Barn þeirra:
1. Guðrún Steinsdóttir, f. 7. nóvember 1826 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. þar 16. nóvember 1826.

II. Barnsfaðir Steinvarar var Bergur Daníelsson vinnumaður, f. 13. febrúar 1811, drukknaði 3. apríl 1842. Foreldrar hans voru Daníel Bjarnason, f. í febrúar 1777, d. 22. apríl 1845 á Vilborgarstöðum, og Guðný Bergþórsdóttir, f. 1767 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 12. desember 1840 í Eyjum.
Barn þeirra:
2. Guðrún Bergsdóttir húsfreyja, síðar í Svaðkoti, f. 30. nóvember 1832 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, d. 1913 í Eyjum.

III. Maður Steinvarar, (3. júlí 1845), var Jón Gíslason bóndi í Dölum og Hallgeirsey í A.-Landeyjum, f. 20. júlí 1822, drukknaði 29. september 1855.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.