Arnbjörg Árnadóttir (Vilborgarstöðum)
Arnbjörg Árnadóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, („Ampa“), fæddist 23. júlí 1836.
Foreldrar hennar voru:
Árni Jónsson bóndi á Kirkjubæ, f. 27. september 1803, d. 27. febrúar 1842.
Móðir Arnbjargar var Ingibjörg Erasmusdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1790 á Kirkjulæk í Fljótshlíð.
Hálfsystir Arnbjargar var Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. í Teigssókn í Rang. 1824. Hún var dóttir Ingibjargar og Jóns Arnessonar vinnumanns á Heylæk 1816, f. á Hlíðarenda 1790.
Ætt í Eyjum:
Jón Árnason faðir Árna Jónssonar á Kirkjubæ, og afi Arnbjargar, var bróðir Guðrúnar Árnadóttur konu Páls Jónssonar á Kúfhóli. Guðrún og Páll voru foreldrar Árna Pálssonar í Rimakoti.
Börn og afkomendur Árna Pálssonar og Guðrúnar Árnadóttur í Eyjum voru m.a.:
I. Árni Árnason á Vilborgarstöðum afi Árna símritara, Lárusar, Bergþóru og Guðfinnu;
II. Björg Árnadóttir á Vilborgarstöðum, fyrst gift Árna Jónssyni, síðan Sighvati Sigurðssyni, og voru börm þeirra:
1. Björg Sighvatsdóttir á Gilsbakka kona Erlendar Árnasonar;
2. Friðrikka Sighvatsdóttir kona Vigfúsar Schevings á Vilborgarstöðum, foreldrar Sigfúsar í Heiðarhvammi og Jóhanns á Vilborgarstöðum.
3. Þriðja dóttir Bjargar og Sighvatar var Sigríður Sighvatsdóttir móðir Lofts á Vilborgarstöðum Jónssonar og Júlíönu á Búastöðum;
III. Guðbjörg kona Bergs Magnússonar á Vilborgarstöðum, bróður Ólafs skálds í Nýborg.
Með seinni konu sinni Vilborgu Þorsteinsdóttur, f. 12. maí 1804, eignaðist Árni Pálsson:
IV. Jón Árnason vinnumann í Draumbæ, f. 14. desember 1847, d. 16. júní 1883, ókvæntur.
Arnbjörg var með móður sinni á Kirkjubæ 1845 og 1850.
Maður Arnbjargar, (24. september 1858), var Magnús Magnússon bóndi á Vilborgarstöðum, f. 18. júlí 1830, d. 5. júlí 1879, Guðlaugssonar.
Börn þeirra Arnbjargar og Magnúsar hér.
1. Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík, f. 11. júlí 1861, d. 30. júlí 1946.
2. Árni Magnús Magnússon, f. 1863, drukknaði á Austurlandi.
3. Guðfinna Magnúsdóttir, f. 18. febrúar 1866, d. 28. desember 1871.
4. María Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 16. ágúst 1868, fór til Vesturheims 1903 frá Garðsfjósi, dó 28. nóvember 1944.
5. Guðfinna Kristjana Magnúsdóttir, f. 10. júní 1872, fermd 1886, d. 6. maí 1932.
6. Björg Magnúsína Magnúsdóttir, f. 6. október 1875, fermd 1890, d. 11. desember 1949.
Því hefur verið fleygt, að af gælunafni Arnbjargar, „Ömpu“, sé nafn Ömpustekkja dregið. Þar munu Vilborgarstaðabændur hafa haft stekk um skeið. Aðrir hafa kennt örnefnið við Ömpu, sem Ömpuhjallur var við kenndur.
Heimildir
- Landeyingabók — Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1946.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Johnson 1938-1939.