Björg Magnúsína Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björg Magnúsína Magnúsdóttir fæddist 6. október 1875 á Vilborgarstöðum og lést 11. desember 1949.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi, f. 18. júlí 1830, d. 5. júlí 1879, og kona hans Arnbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1836, d. 25. ágúst 1897.

Björg Magnúsína var með foreldrum sínum fyrstu ár ævinnar. Faðir hennar lést, er hún var á 4. árinu.
Hún var með móður sinni til 1895, er hún fluttist til Seyðisfjarðar.

Björg giftist Jóni Bergsteinssyni 1900 og var húsfreyja í Bláahúsi á Seyðisfirði 1901. Þau Jón fluttust til Keflavíkur 1902. Þeim fæddust 5 börn að Jóni lifandi, en eitt fæddist andvana og annað dó nýfætt. Eitt barn fæddist eftir lát Jóns. Þau bjuggu þar 1911, er Jón lést.
Björg lést 1949.

Maður hennar, (12. maí 1900), var Jón Bergsteinsson sjómaður, f. 13. ágúst 1876, drukknaði á Borgarfirði eystra 11. september 1911.
Börn þeirra hér:
1. Anilíus Björgvin Jónsson sjómaður, fiskimatsmaður, f. 13. nóvember 1902, d. 31. desember 1982.
2. Arnbjörg Magnea Jónsdóttir, f. 13. október 1905, d. 18. október 1905..
3. Andvana fæddur drengur 5. desember 1906.
4. Drengur, f. 19. febrúar 1908. Hann dó óskírður.
5. Árni Hinrik Jónsson vélstjóri, bifreiðastjóri, starfsmaður Olíusamlags Keflavíkur, f. 19. nóvember 1909, d. 22. október 2005.
6. Jóna Björg Jónsdóttir, f. 8. febrúar 1912. Hún fluttist til Danmerkur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.