Ritverk Árna Árnasonar/Árni Magnús Magnússon (Vilborgarstöðum)
Kynning.
Árni Magnús Magnússon sjómaður á Vilborgarstöðum fæddist 1863, drukknaði 1897 á Austurlandi ásamt Páli Gíslasyni, sem var í Nýborg hér Thorarensens frá Felli í Mýrdal.
Foreldrar Árna á Vilborgarstöðum voru Magnús Magnússon bóndi á Vilborgarstöðum, f. 18. júlí 1830, d. 5. júlí 1879, og kona hans Arnbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1836.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Árni hafði verið mesti fjör- og hreystimaður og mjög slyngur bjargveiðimaður. Var hann samtímis föður mínum í Suðurey og eftir þeim eru svonefndar Árnagöngur heitnar. Þangað hlupu þeir oft, þegar lítið var um lunda og veiddu þar svartfugl, ef vindstaða var hagstæð. Voru þessar ferðir þeirra stundum allglæfralegar, sérílagi, ef Bakkus var með í ferðinni, en það kom víst stundum fyrir. En mikið veiddu þeir þarna, og var það oft góð uppbót á veiðum í Suðurey.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.