Guðfinna Kristjana Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Kristjana Magnúsdóttir frá Vilborgarstöðum fæddist 10. júní 1872 og lést 6. maí 1932.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi, f. 18. júlí 1830, d. 5. júlí 1879, og kona hans Arnbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1836, d. 25. ágúst 1897.

Guðfinna Kristjana var með foreldrum sínum í bernsku. Faðir hennar lést, er hún var 7 ára.
Hún var með móður sinni og systkinum 1880 og enn 1891, fluttist til Seyðisfjarðar 1892, var húskona í Vigfúsarhúsi þar 1901, ráðskona í Reykjavík 1920 og 1930.
Guðfinna Kristjana lést 1932.

Maður hennar, (26. ágúst 1899), var Þórður Bjarnason sjómaður, f. 6. september 1870, d. 28. september 1914.
Börn þeirra hér:
1. Guðbjörg Guðfinna Þórðardóttir, f. 30. janúar 1899 á Seyðisfirði, d. 8. október 1976. Hún var tökubarn á Höfðabrekku í Mjóafirði eystra 1910, vinnukona á Hánefsstöðum í Seyðisfirði 1930
2. Árni Guðjón Þórðarson, f. 23. apríl 1900 á Seyðisfirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.