Guðríður Guðmundsdóttir (Grímshjalli)
Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Grímshjalli fæddist 21. júní 1825 í Eyjum og lést 10. febrúar 1891 í Nýborg.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Borgareyrum u. Eyjafjöllum 1835, f. 10. ágúst 1792, d. 27. febrúar 1837, Kortsson bónda á Árbæ í Holtum 1801, f. 1758, d. 27. desember 1834, Þorsteinssonar bónda á Árbæ, f. (1706), d. 18. júní 1794, Kortssonar, og konu Þorsteins, Elínar húsfreyju, f. 1714, d. 18. mars 1797, Grímsdóttur.
Móðir Guðmundar á Borgareyrum og kona Korts á Árbæ var Þorgerður húsfreyja, f. 14. september 1760, d. 10. nóvember 1819, Hannesdóttir bónda á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 1703, og konu Hannesar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1720, á lífi 1784, Hávarðsdóttur.
Móðir Guðríðar og kona Guðmundar á Borgareyrum var Þórdís húsfreyja á Borgareyrum, skírð 21. ágúst 1800, d. 29. nóvember 1855, Magnúsdóttir bónda á Vilborgarstöðum 1801, f. 1771, d. 2. ágúst 1846, Jónssonar bónda í Gvendarhúsi, f. (1735), d. fyrir mt 1801, Einarssonar, og konu Jóns í Gvendarhúsi, Margrétar húsfreyju, f. um 1740, d. 27. desember 1802, Brandsdóttur.
Móðir Þórdísar á Borgareyrum og síðari kona Magnúsar á Vilborgarstöðum var Herborg húsfreyja, f. 1762, d. 18. nóvember 1828, Helgadóttir (ókunnur), og móður Herborgar, Guðríðar, f. 1733, d. 19. apríl 1808, Sveinsdóttur.
Guðríður var með foreldrum sínum á Borgareyrum 1835, vinnukona á Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum 1840, vinnukona í Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum 1845, vinnukona á Borgareyrum hjá móður sinni og stjúpföður 1850, húsfreyja í Grímshjalli 1860 með Hannesi, Guðríði dóttur sinni 10 ára og Andríu barni þeirra Hannesar 4 ára, og með fjölskyldunni þar 1870. Hún var vinnukona í Nýborg hjá Sigurði Sveinssyni trésmíðameistara 1880, skilin og niðursetningur þar 1890 og lést þar 1891.
Hún mun vera Gudda, sem var í Nýborg til loka og Páll Gíslason kvað um. Siggi er Sigurður Sveinsson trésmíðameistari og framkvæmdamaður mikill, sem Gudda var vinnukona hjá og niðursetningur í lokin.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum:
- „Nú er hún Gudda gamla dauð,
- getur ei lengur öðrum brauð
- unnið né spunnið ull í föt,
- ekki bætt skó né stagað göt.
- Siggi tapaði, en sveitin vann,
- þá sálin skildist við líkamann.“
- „Nú er hún Gudda gamla dauð,
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum:
- Blik 1960: Gengið á reka (Árni Árnason):
- Nú er hún gamla Gudda dauð,
- getur ei lengur unnið brauð,
- unnið, spunnið ull í föt,
- ekki gert skó né stagað göt.
- Siggi tapaði, en sveitin vann,
- er sálin skildi við líkamann.
- Blik 1960: Gengið á reka (Árni Árnason):
Bróðir Guðríðar var Þorsteinn Guðmundsson tómthúsmaður í Fagurlyst, f. 11. apríl 1824, d. 14. maí 1857, drukknaði í Höfninni, kvæntur Hólmfríði Guðmundsdóttur.
Síðari maður Þórdísar á Borgareyrum, móður Guðríðar í Grímshjalli, var Erlendur Höskuldsson bóndi á Borgareyrum. Þau Þórdís voru foreldrar Guðrúnar Erlendsdóttur húsfreyju á Vesturhúsum, konu Guðmundar Þórarinssonar, en börn þeirra voru:
1. Guðleif, kona Vigfúsar í Holti.
2. Magnús, kvæntur Jórunni Hannesdóttur.
3. Halla, gift Guðjóni Eyjólfssyni.
4. Þórdís, gift Jóel Eyjólfssyni.
Þórdís og Erlendur voru einnig foreldrar Þorgerðar Erlendsdóttur húsfreyju á Fögruvöllum, konu Sigurðar Vigfússonar, (Sigga Fúsa), og þau voru foreldrar Guðmundar Erlendssonar hafnsögumanns í London.
Maður Guðríðar í Grímshjalli var Hannes Gíslason tómthúsmaður í Grímshjalli, f. í september 1828, d. 4. ágúst 1900. Þau skildu.
Barn Guðríðar og Hannesar hér:
1. Andría Hannesdóttir, f. 1857, d. 1899.
Barn Guðríðar:
2. Guðríður Jónsdóttir frá Grímshjalli, f. 1851.
Faðir hennar Jón Jónsson meðgekk ekki.
Hún var með móður sinni og Hannesi stjúpa sínum í Grímshjalli 1860 og 1870, vinnukona í Nýborg 1880.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1960: Gengið á reka. Árni Árnason.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Johnson 1938-1939.