Guðríður Jónsdóttir (Grímshjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðríður Jónsdóttir frá Grímshjalli fæddist 24. júlí 1851 og lést 13. desember 1885.
Móðir hennar var Guðríður Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Grímshjalli, f. 21. júní 1825, d. 10. febrúar 1891.
Föður Guðríðar lýsti móðir hennar Jón Jónsson, sem neitaði.

Guðríður fluttist úr Rangárvallasýslu að Grímshjalli með móður sinni 1852. Hún var með henni og Hannesi Gíslasyni fósturföður sínum í Grímshjalli til 1874, vinnukona í Stóra-Gerði 1876-1877, í París 1878, í Nýborg 1880-1881, í Túni 1882, á Búastöðum 1883-dd.
Guðríður lést af barnsförum 5 dögum eftir fæðingu barnsins.

I. Barnsfaðir Guðríðar var Sigurður Guðmundsson vinnumaður, f. 10. apríl 1858, d. 27. júní 1911.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Sigurðsson skósmiður og matsveinn í Hafnarfirði, f. 8. desember 1885, d. 10. nóvember 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.