Magnús Torfi Sighvatsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. ágúst 2024 kl. 18:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. ágúst 2024 kl. 18:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Torfi Sighvatsson.

Magnús Torfi Sighvatsson frá Ási við Kirkjuveg 49, hárgreiðslumeistari fæddist 19. ágúst 1944 og lést 20. mars 2002.
Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason frá Stokkseyri, skipstjóri, útgerðarmaður, forstjóri, f. 27. október 1903 í Útgörðum þar, d. 15. nóvember 1975, og kona hans Guðmunda Torfadóttir frá Hnífsdal, húsfreyja, f. þar 22. apríl 1905, d. 27. september 1983.

Börn Guðmundu fyrir hjónaband:
1. Kristjana Valgerður Jónsdóttir, f. 2. október 1926 á Ísafirði, d. 20. október 2011.
2. Guðríður Gilsdóttir Kinloch, f. 31. desember 1927 í Reykjavík, d. 19. maí 2011.
3. Haukur Guðmundsson, f. 25. október 1929 í Reykjavík, d. 3. september 1991.

Börn Guðmundu og Sighvats:
4. Margrét Sighvatsdóttir, f. 28. júlí 1931 í Ási, d. 15. nóvemer 2009. Maður hennar Friðrik Erlendur Ólafsson.
5. Bjarni Sighvatsson, f. 2. desember 1932 í Ási, d. 9. október 2018. Kona hans Dóra Guðlaugsdóttir
6. Sigurður Arnar Sighvatsson, f. 6. ágúst 1934 í Ási. Kona hans Soffía Björnsdóttir.
7. Guðbjartur Richarð Sighvatsson, f. 10. janúar 1937 í Ási.
8. Hrefna Sighvatsdóttir, f. 23. júlí 1939 í Ási. Fyrrum maður hennar Magnús Stefánsson. Maður hennar Jón Sigurður Óskarsson.
9. Sighvatur Sighvatsson, f. 30. júní 1942 í Ási, d. 26. mars 1955.
10. Magnús Torfi Sighvatsson, f. 19. ágúst 1944 í Ási, d. 20. mars 2002.
11. Jón Sighvatsson, f. 25. maí 1946 í Ási. Barnsmóðir hans Eygló Kjartansdóttir. Fyrrum kona hans Sigurborg Erna Jónsdóttir. Kona hans Guðríður Ásta Halldórsdóttir.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði hárgreiðslu og rak eigin hárgreiðslustofu.
Magnús Torfi var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.