Richard Sighvatsson (Ási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. mars 2024 kl. 11:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. mars 2024 kl. 11:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Richard Sighvatsson (Ási)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjartur Richard Sighvatsson.

Guðbjartur Richard Sighvatsson frá Ási við Kirkjuveg 49, sjómaður, skipstjóri fæddist 10. janúar 1937.
Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason frá Stokkseyri, skipstjóri, útgerðarmaður, forstjóri, f. 27. október 1903 í Útgörðum þar, d. 15. nóvember 1975, og kona hans Guðmunda Torfadóttir frá Hnífsdal, húsfreyja, f. þar 22. apríl 1905, d. 27. september 1983.

Börn Guðmundu fyrir hjónaband:
1. Kristjana Valgerður Jónsdóttir, f. 2. október 1926 á Ísafirði, d. 20. október 2011.
2. Guðríður Gilsdóttir Kinloch, f. 31. desember 1927 í Reykjavík, d. 19. maí 2011.
3. Haukur Guðmundsson, f. 25. október 1929 í Reykjavík, d. 3. september 1991.

Börn Guðmundu og Sighvats:
4. Margrét Sighvatsdóttir, f. 28. júlí 1931 í Ási, d. 15. nóvemer 2009. Maður hennar Friðrik Erlendur Ólafsson.
5. Bjarni Sighvatsson, f. 2. desember 1932 í Ási, d. 9. október 2018. Kona hans Dóra Guðlaugsdóttir
6. Sigurður Arnar Sighvatsson, f. 6. ágúst 1934 í Ási. Kona hans Soffía Björnsdóttir.
7. Guðbjartur Richard Sighvatsson, f. 10. janúar 1937 í Ási. Kona hans Guðný Steinsdóttir.
8. Hrefna Sighvatsdóttir, f. 23. júlí 1939 í Ási. Fyrrum maður hennar Magnús Stefánsson. Maður hennar Jón Sigurður Óskarsson.
9. Sighvatur Sighvatsson, f. 30. júní 1942 í Ási, d. 26. mars 1955.
10. Magnús Torfi Sighvatsson, f. 19. ágúst 1944 í Ási, d. 20. mars 2002.
11. Jón Sighvatsson, f. 25. maí 1946 í Ási. Barnsmóðir hans Eygló Kjartansdóttir. Fyrrum kona hans Sigurborg Erna Jónsdóttir. Kona hans Guðríður Ásta Halldórsdóttir.

Richard sótti vélstjóranámskeið í Eyjum 1954, lauk Stýrimannaskólanum í Rvk 1958.
Hann var sjómaður frá 1953, háseti, vélstjóri, stýrimaður, og skipstjóri frá 1959. Hann hefur verið með eigin bát, verið með Erling Arnar VE 124,var annar af eigendum Ásvers VE 355. Hinn eigandinn var Sigurður Garðar Ásbjörnsson. Ásver var seldur til Rvk 1976.
Richhard hefur verið gjaldkeri Ss. Verðanda.
Hann var einn helsti hvatamaður að kaupum Verðanda á orlofshúsinu í Hraunborgum í Grímsnesi og á Spáni.
Richard er einn af eigendum Vinnslustöðvarinnar. Hann var í stjórn félags húseigenda á Spáni (FHS).
Þau Guðný giftu sig 1958, eignuðust sex börn. Þau bjuggu við Brekkugötu 11 1972, í Kópavogi til janúar 1874, er þau fluttu aftur á Brekkugötu 11.
Guðný lést 2023.

I. Kona Richards, (31. desember 1958), var Guðný Steinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 23. mars 1938, d. 6. júlí 2023.
Börn þeirra:
1. Lilja Richardsdóttir, f. 18. júní 1956. Barnsfaðir Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson.
2. Guðmundur Richardsson, f. 28. júní 1960. Kona hans Dröfn Gísladóttir.
3. Magnea Richardsdóttir, f. 13. desember 1961. Barnsfaðir Guðmundur Elíasson. Barnsfaðir Kristinn Þór Hjálmarsson. Barnsfaðir Ómar Þórhallsson.
4. Sigurður Bjarni Richardsson, f. 26. júní 1967. Kona hans Hulda Margrét Þorláksdóttir´
5. Erlingur Birgir Richardsson, f. 19. september 1972. Kona hans Vigdís Sigurðardóttir.
6. Arnar Richardsson, f. 23. október 1973. Barnsmóðir hans Kristbjörg Oddný Þórðardóttir. Kona hans Elfa Ágústa Magnúsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.