Jóhann Guðjónsson (Vallartúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhann Guðjónsson (Gerði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Guðjónsson.

Jóhann Guðjónsson frá Vallartúni við Austurveg 33, skipstjóri fæddist 4. september 1942 að Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði og lést 12. september 2023.
Foreldrar hans voru Guðjón Björnsson frá Norður-Gerði, sjómaður, f. 10. maí 1908, d. 28. nóvember 1999, og kona hans Þórey Jóhannsdóttir frá Hafnarnesi, húsfreyja, f. 17. ágúst 1918, d. 12. mars 1999.

Börn Þóreyjar og Guðjóns:
1. Valbjörn Guðjónsson, f. 8. nóvember 1936.
2. Björg Guðjónsdóttir, f. 8. janúar 1940.
3. Jóhann Guðjónsson, f. 4. september 1942.
4. Jón Ingi, f. 5. febrúar 1946.
5. Guðríður Hallbjörg, f. 6. júlí 1953, d. 16. júní 1995.
6. Andvana fætt barn.

Jóhann lauk hinu minna fiskimannaprófi í Eyjum 1964, lauk fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1965.
Hann var skipstjóri á Þristi VE 6 og eigandi hans.
Þau Hallgerður Linda giftu sig, eignuðust tvö börn.
Hallgerður Linda lést 1996 og Jóhann 2023.

I. Kona Jóhanns, (16. desember 1972), var Hallgerður Linda Pálmadóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1949, d. 12. maí 1996. Foreldrar hennar Pálmi Jóhannsson frá Stíghúsi við Njarðarstíg 5, sjómaður, verkamaður, f. 18. janúar 1925, d. 5. febrúar 1990, og Fjóla Jónsdóttir, f. 11. febrúar 1927, d. 24. júlí 1985.
Börn þeirra:
1. Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f. 29. september 1972. Sambúðarmaður hennar Einar Ólafur Matthíasson.
2. Pálmi Jóhannsson, f. 3. júlí 1974. Unnusta hans Sjöfn Ólafsdóttir.
3. Þórey Jóhannsdóttir, f. 1. nóvember 1981.
4. Jóhann Jóhannsson, f. 28. desember 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.