Guðjón Björnsson (Gerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðjón Björnsson.

Guðjón Björnsson frá Gerði fæddist 10. maí 1908 og lést 28. nóvember 1999. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir og Björn Erlendsson í Gerði. Kona Guðjóns var Þórey Jóhannsdóttir ættuð frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Þau bjuggu lengi í húsinu Vallartúni og eignuðust sex börn: Valbjörn, Björgu, Jóhann, Jón Inga, Guðríði, látin, og andvana barn.

Gaui í Gerði, eins og hann var jafnan kallaður, stundaði sjómennsku í tugi ára, en hann var meira og minna á sjónum fram yfir nírætt.

Guðjóns er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Guðjón Björnsson (Gerði)


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Myndir