Pálmi Jóhannsson (Stíghúsi)
Pálmi Jóhannsson frá Stíghúsi við Njarðarstíg 5, sjómaður, matsveinn, verkamaður fæddist 18. janúar 1925 og lést 5. febrúar 1990.
Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Pálmason frá Stíghúsi, sjómaður, múrarameistari, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988, og kona hans Ólafía Ingibjörg Óladóttir (Lóa í Stíghúsi) frá Ólahúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, verkakona, f. 17. nóvember 1897 i Mjóafirðir, d. 22. mars 1965.
Börn Ólafíu og Jóhanns:
1. Pálmi Jóhannsson sjómaður, matsveinn, verkamaður, f. 18. janúar 1925, d. 5. febrúar 1990 .
2. Óli Kristján Jóhannsson stýrimaður, verkstjóri, f. 6. mars 1926, d. 28. mars 1999.
3. Rögnvaldur Ólafur Jóhannsson sjómaður, f. 27. desember 1927, d. 15. júní 1974.
4. Guðbjörg Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1930, d. 15. júlí 2018.
5. Ingi Randver Jóhannsson endurskoðandi, skákmeistari, f. 5. desember 1936, d. 30. október 2010.
Þau Fjóla giftu sig, eignuðust þrjú börn.
I. Kona Pálma var Fjóla Jónsdóttir, frá Rvk, húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. febrúar 1927, d. 24. júlí 1985. Foreldrar hennar Jón Tryggvi Guðmannsson, f. 15. júlí 1888, d. 15. apríl 1946, og Ingunn Magnea Ingvarsdóttir, f. 9. nóvember 1886, d. 19. nóvember 1953.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Ingibjörg Pálmadóttir, f. 23. mars 1948.
2. Hallgerður Linda Pálmadóttir, 9. júlí 1949, d. 12. maí 1996.
3. Sigrún Erla Pálmadóttir, f. 1. september 1954.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Þórey.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.