Guðlaug Pálsdóttir (Bolsastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. ágúst 2023 kl. 16:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. ágúst 2023 kl. 16:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðlaug Pálsdóttir''' frá Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist þar 14. apríl 1939.<br> Foreldrar hennar voru Páll Eyjólfsson forstjóri, f. 22. september 1901 á Klöpp í Höfnum, Gull., d. 4. apríl 1986, og kona hans Fanný Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994. Börn...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Pálsdóttir frá Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist þar 14. apríl 1939.
Foreldrar hennar voru Páll Eyjólfsson forstjóri, f. 22. september 1901 á Klöpp í Höfnum, Gull., d. 4. apríl 1986, og kona hans Fanný Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.

Börn Fannýjar og Páls:
1. Guðjón Pálsson tónlistarmaður, f. 23. ágúst 1929 í Háagarði, d. 12. apríl 2014.
2. Helga Pálsdóttir, f. 30. mars 1931 í Háagarði, d. 6. janúar 1932 í Háagarði.
3. Eyjólfur Helgi Pálsson skólastjóri, framkvæmdastjóri, f. 20. maí 1932 í Háagarði, d. 29. október 1998.
4. Jón Pálsson sjómaður, f. 18. júní 1934 að Helgafellsbraut 19, d. 22. júní 2015.
5. Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 14. apríl 1939 á Helgafellsbraut 19.
6. Guðrún Ásta Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. apríl 1940 á Helgafellsbraut 19.
7. Erla Pálsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, f. 8. maí 1944 á Heiðarvegi 28.
8. Tómas Njáll Pálsson bankastarfsmaður, f. 4. september 1950 á Heiðarvegi 28.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1955.
Hún vann skrifstofustörf.
Þau Már giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Sjónarhól við Sjómannasund 10b, Heiðarvegi 28, Strembugötu 20, í Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 60 1972.

I. Maður Guðlaugar, (28. desember 1958), var Már Lárusson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, verslunarmaður, f. 10. febrúar 1936, d. 25. október 1998.
Börn þeirra:
1. Sigríður Fanný Másdóttir húsfreyja, verslunarmaður á Siglufirði, f. 19. mars 1958. Maður hennar Þórhallur Jón Jónasson.
2. Harpa Líf Másdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. mars 1959. Maður hennar Júlíus Heiðar Haraldsson.
3. Ólöf Másdóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 15. júlí 1960. Sambúðarmaður Smári Rúnar Hjálmtýsson.
4. Íris Másdóttir á Helgafelli í Fellahreppi, f. 12. september 1964. Maður hennar Helgi Gíslason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.