Íris Másdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Íris Másdóttir, húsfreyja, grunnskólakennari fæddist 12. september 1964 í Eyjum.
Foreldrar hennar Már Lárusson sjómaður, verkstjóri, verslunarmaður, f. 10. febrúar 1936 á Fáskrúðsfirði, d. 25. október 1998, og kona hans Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 14. apríl 1939 á Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19.

Börn Guðlaugar og Más:
1. Sigríður Fanný Másdóttir húsfreyja, verslunarmaður á Siglufirði, f. 19. mars 1958. Maður hennar Þórhallur Jón Jónasson.
2. Harpa Líf Másdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. mars 1959. Barnsfaðir hennar Valþór Þorgeirsson. Maður hennar Júlíus Heiðar Haraldsson.
3. Ólöf Másdóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 15. júlí 1960. Sambúðarmaður Smári Rúnar Hjálmtýsson.
4. Íris Másdóttir grunnskólakennari, f. 12. september 1964. Maður hennar Helgi Gíslason. Sambúðarmaður hennar Ingvar Freysteinsson. Maður hennar Magnús Gylfi Gunnlaugsson.

Þau Helgi giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
Þau Ingvar hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Magnús Gylfi giftu sig 2018, hafa ekki eignast barn.

I. Maður Írisar, skildu, er Helgi Gíslason, f. 8. október 1962. Foreldrar hans Gísli Helgason, f. 2. apríl 1940, d. 14. janúar 2004, og Elsa Kristbjörg Rafnsdóttir, f. 17. ágúst 1944, d. 27. mars 2006.

II. Sambúðarmaður Írisar, skildu, er Ingvar Freysteinsson, f. 11. mars 1963. Foreldrar hans Freysteinn Þórarinsson, sjómaður, verkstjóri, f. 26. desember 1935, d. 1. mars 2022, og kona hans Steinunn Salín Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 19. október 1936.
Barn þeirra:
1. Steinunn Ingvarsdóttir, f. 5. október 1982 í Neskaupstað.

III. Maður Írisar, (28. desember 2018), er Magnús Gylfi Gunnlaugsson, f. 31. júlí 1969. Foreldrar hans Gunnlaugur Björn Geirsson, f. 30. janúar 1940, d. 21. janúar 2022, og Rósa Magnúsdóttir, f. 12. nóvember 1940, d. 8. janúar 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.