Jón Pálsson (Bondó)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Pálsson.

Jón Pálsson (Bondó) sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 18. júní 1934 á Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19 og lést 22. júní 2015 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Páll Eyjólfsson forstjóri, f. 22. september 1901 á Klöpp í Höfnum, Gull., d. 4. apríl 1986, og kona hans Fanný Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.

Börn Fannýjar og Páls:
1. Guðjón Pálsson tónlistarmaður, f. 23. ágúst 1929 í Háagarði, d. 12. apríl 2014.
2. Helga Pálsdóttir, f. 30. mars 1931 í Háagarði, d. 6. janúar 1932 í Háagarði.
3. Eyjólfur Helgi Pálsson skólastjóri, framkvæmdastjóri, f. 20. maí 1932 í Háagarði, d. 29. október 1998.
4. Jón Pálsson sjómaður, f. 18. júní 1934 að Helgafellsbraut 19, d. 22. júní 2015.
5. Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 14. apríl 1939 á Helgafellsbraut 19.
6. Guðrún Ásta Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. apríl 1940 á Helgafellsbraut 19.
7. Erla Pálsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, f. 8. maí 1944 á Heiðarvegi 28.
8. Tómas Njáll Pálsson bankastarfsmaður, f. 4. september 1950 á Heiðarvegi 28.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði nám við Stýrimannaskólann í Eyjum á árunum 1969 til 1976 og lauk þaðan 2. stigs fiskimannaprófi og var síðan stýrimaður og skipstjóri, m.a. var hann um tólf ára skeið stýrimaður og skipstjóri erlendis.
Hann var einnig virkur í félagsstarfi og réttindabaráttu sjómanna og var m.a. formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi 1990-1994.
Þau Arndís giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 56, síðar Hásteinsvegi 62. Þau skildu.
Þau Hulda Ragna hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman, en hún átti þrjú börn frá fyrra sambandi.

I. Kona Jóns, (3. júní 1955, skildu), var Arndís Birna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1932, d. 30. október 2018.
Börn þeirra:
1. Halla Guðrún Jónsdóttir, f. 15. nóvember 1955. Maður hennar Gísli Arnar Gunnarsson.
2. Brynjólfur Gunnar Jónsson, f. 18. janúar 1959.
3. Arndís Lára Jónsdóttir, f. 7. nóvember 1962. Maður hennar Ebenezer G. Guðmundsson.
4. Hallgrímur Júlíus Jónsson, f. 22. júní 1966. Kona hans Hólmfríður Berglind Birgisdóttir.

II. Sambúðarkona Jóns frá 1957 var Hulda Ragna Einarsdóttir frá Hákoti í Innri-Njarðvík, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 31. ágúst 1920, d. 30. október 2014. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, f. 21. nóvember 1877 að Mjóanesi í Þingvallasveit, d. 21. október 1956, og Sigurlaug Þorkelsdóttir, f. 12. mars 1885 að Niðurkoti á Kjalarnesi, d. 24. febrúar 1973.
Þau áttu ekki börn saman, en Hulda átti þrjú börn frá hjónabandi sínu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.