Már Lárusson (verkstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Már Lárusson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, verslunarmaður fæddist 10. febrúar 1936 á Fáskrúðsfirði og lést 25. október 1998.
Foreldrar hans voru Lárus Haraldur Guðmundsson kennari, f. 28. apríl 1909 í Reykjavík, d. 17. nóvember 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 17. apríl 1913, d. 14. mars 1994.

Börn Sigríðar og Lárusar:
1. Már Lárusson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, f. 10. febrúar 1936 á Fáskrúðsfirði, d. 25. október 1998. Kona hans Guðlaug Pálsdóttir.
2. Guðmundur Lárusson rafvélavirkjameistari á Siglufirði, f. 1. mars 1941 á Seyðisfirði, d. 7. desember 2020. Kona hans Björk Vilhelmsdóttir.
3. Margrét Ingibjörg Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum og í Bessastaðahreppi, starfsmaður á sambýli, f. 2. maí 1949 á Raufarhöfn. Maður hennar Andrés Þórarinsson.
4. Jóna Ágústa Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. júní 1951 á Raufarhöfn. Barnsfaðir Árni Halldórsson, f. 22. janúar 1952. Hún bjó síðar við Áshamar 52 og við Kleifahraun 9. Maður hennar Þorsteinn Ingi Guðmundsson.

Már var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Raufarhafnar fjögurra ára.
Hann var í sveit á sumrin um nokkurra ára skeið hjá frændfólki sínu að Víkingavatni í Kelduhverfi. Hann gekk í gagnfræðaskóla í Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Már lærði beykisiðn og starfaði á Raufarhöfn til 19 ára aldurs, en fluttist þá til Vestmannaeyja. Hann lærði vélstjórn og lauk stýrimannaprófi í Eyjum.
Már var til sjós næstu 15 árin, einkum á skipum frá Eyjum, lengst á Þórunni, Gjafari og Kristbjörgu. Árið 1970 fór Már í land og var næstu þrjú árin verkstjóri í frystihúsinu Eyjabergi. Eftir gosið 1973 fluttist Már til Neskaupstaðar ásamt fjölskyldu sinni. Þar var hann yfirverkstjóri hjá frystihúsi Síldarvinnslunnar um 16 ára skeið. Már vann síðan um rúmlega tveggja ára skeið í verslun SÚN í Neskaupstað, en fluttist til Reykjavíkur árið 1991.
Már var virkur félagi í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum. Hann var félagi í Verkstjórafélagi Austurlands. Einnig var Már félagi í Rotaryklúbbi Norðfjarðar og Alþýðubandalagsfélaginu í Neskaupstað og formaður tveggja síðast töldu félaganna um skeið.
Þau Guðlaug giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Sjónarhól við Sjómannasund 10b, Heiðarvegi 28, Strembugötu 20, í Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 60 1972.
Már lést 1998.

I. Kona Más, (28. desember 1958), er Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1939 á Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19.
Börn þeirra:
1. Sigríður Fanný Másdóttir húsfreyja, verslunarmaður á Siglufirði, f. 19. mars 1958. Maður hennar Þórhallur Jón Jónasson.
2. Harpa Líf Másdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. mars 1959. Barnsfaðir hennar Valþór Þorgeirsson. Maður hennar Júlíus Heiðar Haraldsson.
3. Ólöf Másdóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 15. júlí 1960. Sambúðarmaður Smári Rúnar Hjálmtýsson.
4. Íris Másdóttir grunnskólakennari, f. 12. september 1964. Maður hennar Helgi Gíslason. Sambúðarmaður hennar Ingvar Freysteinsson. Maður hennar Magnús Gylfi Gunnlaugsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.