Guðbjörg Guðjónsdóttir (Sandfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2023 kl. 18:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2023 kl. 18:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Karólína Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja fæddist 26. júlí 1900 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum og lést 8. apríl 1929.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson á Sandfelli, formaður, f. 21. mars 1873, d. 1. júlí 1940, og kona hans Ingveldur Unadóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1869, d. 29. desember 1940.

Börn Ingveldar og Guðjóns:
1. Þuríður Guðjónsdóttir, f. 1. október 1890, d. 18. nóvember 1890.
2. Þorvaldur Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 10. mars 1893 á Moldnúpi, d. 13. apríl 1959. Fyrsta kona Auróra Ingibjörg Oddgeirsdóttir. Önnur kona hans Þórhalla Friðriksdóttir. Þriðja kona Þorvaldar Klara Guðmundsdóttir.
3. Hallgrímur Guðjónsson skipstjóri, f. 8. maí 1894 á Moldnúpi, drukknaði 24. ágúst 1925. Kona hans Ástríður Jónasdóttir. Síðari kona hans Vilhelmína Jónasdóttir
4. Guðjón Elías Guðjónsson, f. 7. apríl 1897 á Moldnúpi, d. 19. júlí 1897.
5. Þuríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1898 á Moldnúpi, d. 17. maí 1981. Maður hennar Magnús Kristleifur Magnússon.
6. Guðbjörg Karólína Guðjónsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 26. júlí 1900, d. 8. apríl 1929. Maður hennar Hjalti Benónýsson.
7. Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1903 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1995. Maður hennar Þórður Halldór Gíslason.
8. Árný Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1906 á Sandfelli, d. 10. ágúst 1943. Maður hennar Ingibergur Gíslason.
9. Karólína Unnur Ragnheiður Guðjónsdótttir húsfreyja, leikkona, f. 25. júní 1913, d. 1. nóvember 1998. Fyrrum maður hennar Jóhannes Björn Björnsson. Síðari maður hennar Sigfús Sveinsson.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Steinum u. Eyjafjöllum til Eyja 1903.
Hún eignaðist barn með Ditlev Olsen 1918.
Þau Hjalti giftu sig 1921, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Akranesi.
Guðbjörg lést 1929 og Hjalti 1983.

I. Barnsfaðir Guðbjargar var Ditlev Olsen sjómaður, síðar verslunarmaður í Garðarshólma í Reykjavík, f. 15. febrúar 1894, d. 10. júní 1988.
Barn þeirra var
1. Þuríður Olsen húsfreyja, f. 13. nóvember 1918, d. 29. nóvember 1940. Maður hennar Guðjón Kristinn Kristinsson.

II. Maður Guðbjargar Karólínu, (5. september 1921), Var Hjalti Benónýsson frá Litla-Kroppi í Flókadal, Borg., vélstjóri, f. 17. júlí 1895, d. 30. júní 1983. Foreldrar hans voru Benóný Jósefsson frá Kletti í Reykholtsdal, bóndi, f. þar 29. október 1861, d. 10. október 1928, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir frá Galtarhöfða, húsfreyja, f. 13. ágúst 1864, d. 29. apríl 1937.
Börn þeirra:
2. Guðmundur Hjaltason vélstjóri, útgerðarmaður á Akranesi, síðar húsvörður í Seattle í Bandaríkjunum, f. 5. febrúar 1920 á Akranesi, d. 13. apríl 2007. Barnsmóðir Hulda Valdís Þorsteinsdóttir. Kona hans Þuríður Jóna Vilhjálms Valdimarsdóttir.
3. Guðjón Ingvi Elías Hjaltason sjómaður á Akranesi, síðar hjólbarðaviðgerðarmaður á Akureyri, bjó á Dalvík, f. 14. febrúar 1921, d. 8. mars 1995. Kona Soffía Leifsdóttir, látin. Kona, (skildu), Erna Sigurbjörg Kristinsdóttir. Kona hans Hildigunnur Kristinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.