Ástríður Jónasdóttir (Grímsstöðum)
Ástríður Jónasdóttir (Ásta) húsfreyja í Sætúni og á Grímsstöðum fæddist 15. febrúar 1897 á Hóli á Akranesi og lést 3. júní 1923.
Foreldrar hennar voru Jónas Guðmundsson frá Götuhúsum á Akranesi, sjómaður, bóndi, f. 10. apríl 1861, d. 10. október 1917 og Marsibil Grímsdóttir frá Kjaransstöðum í Borgarf., f. 13. ágúst 1868, d. 19. október 1935.
Börn Marsibilar og Jónasar í Eyjum:
1. Ástríður Jónasdóttir húsfreyja á Grímsstöðum, f. 15. febrúar 1897, d. 3. júní 1923.
2. Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja á Þingeyri og Hæli, f. 6. júlí 1902, d. 31. maí 1966.
Ástríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún giftist Hallgrími, eignaðist tvö börn, bjó á Skaftafelli 1917 og 1918, í Sætúni 1919 og 1920, ásamt Marsibil móður sinni og Vilhelmínu systur sinni. Þau Hallgrímur fluttu á Grímsstaði 1923, en Ástríður lést í júní á árinu.
I. Maður Ástríðar var Hallgrímur Guðjónsson frá Sandfelli, skipstjóri, f. 8. maí 1894 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, drukknaði 24. ágúst 1925.
Börn þeirra:
1. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 6. mars 1920 í Sætúni, d. 24. febrúar 2011.
2. Júlíus Vilhelm Hallgrímsson sjómaður, netagerðarmaður í Eyjum, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.