Þuríður Olsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Ditlevsdóttir Olsen frá Sandfelli, húsfreyja fæddist 13. nóvember 1918 og lést 14. nóvember 1940.
Foreldrar hennar voru Ditlev Olsen sjómaður, síðar verslunarmaður í Reykjavík, f. 15. febrúar 1894, d. 10. júní 1988, og barnsmóðir hans Guðbjörg Karólína Guðjónsdóttir frá Sandfelli, síðar húsfreyja á Akranesi, f. 26. júlí 1900 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, d. 8. apríl 1929.
Fósturforeldrar Þuríðar voru móðurforeldrar hennar, Ingveldur Unadóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1869, d. 29. desember 1940, og Guðjón Jónsson formaður, f. 21. mars 1873, d. 1. júlí 1941.

Barn Ditlevs og Guðrúnar Þórðardóttur verkakonu í Hólmgarði, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1978 var:
1. Tómasína Elín Olsen húsfreyja, f. 25. desember 1916, d. 20. febrúar 2006. Maður hennar Aðalsteinn Gunnlaugsson.

Þuríður ólst upp hjá móðurforeldrum sínum á Sandfelli.
Þau Guðjóni giftu sig 1938, eignuðust eitt barn, bjuggu á Hásteinsvegi 17 við fæðingu Matthíasar.
Þuríður lést 1940.

I. Maður Þuríðar, (16. apríl 1938), var Guðjón Kristinn Kristinsson frá Miðhúsum, f. 29. október 1917, d. 28. mars 1975.
Barn þeirra:
1. Matthías Guðjónsson stýrimaður, skipstjóri, f. 14. ágúst 1938, d. 19. mars 1984. Kona hans Lilja Alexandersdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.