Sigfús Sveinsson (Dalskoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigfús Sveinsson.

Sigfús Sveinsson frá Dalskoti u. V.-Eyjafjöllum, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, verkstjóri, netagerðarmaður fæddist þar 22. febrúar 1916 og lést 11. júní 2001.
Foreldrar hans voru Sveinn Sveinsson bóndi, f. 6. apríl 1873, d. 13. mars 1930, og kona hans Guðleif Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1875, d. 1. janúar 1968.

Sigfús var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Sigfús var 14 ára. Hann var með móður sinni í Stóru-Mörk 1934 og 1939.
Sigfús tók minna mótorvélstjórapróf 1941 og smáskipapróf 1943 í Vestmannaeyjum.
Hann var vélstjóri hjá Helga Benediktssyni á mb. Auði VE 3 1941-42 og á mb. Skíðblaðni 1942-1943, 2/1 vélstjóri á Metu VE 236 1943-1945. Hann vann á Bifreiðaverkstæði Hreggviðs Jónssonar 1946-1948, en var jafnframt háseti á Álsey VE 1947-1948. Háseti var hann hjá Bæjarútgerð Vestmanneyja á bv. Elliðaey 1948-1950, vann í Vélsmiðjunni Magna 1954-1955, var verkstjóri í Vinnslustöðinni 1956-1963.
Árið 1963 hóf Sigfús störf við veiðafæragerð hjá Neti ehf. og vann þar, hætti tæplega áttræður.
Þau Unnur giftu sig 1943, eignuðust eitt barn, en auk þess átti Unnur tvö börn frá fyrra hjónabandi, en annað þeirra var í fóstri. Þau bjuggu á Þingeyri við Skólaveg 37, á Hásteinsvegi 39 og Ljósalandi við Heiðarveg 35.
Unnur lést 1998 og Sigfús 2001.

I. Kona Sigfúsar, (27. nóvember 1943), var Unnur Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, leikari, f. 25. júní 1913, d. 1. nóvember 1998.
Barn þeirra:
1. Katrín Sigfúsdóttir frá Ljósalandi, húsfreyja, f. 13. október 1944 á Þingeyri, d. 12. febrúar 2001 í Kaupmannahöfn. Fyrrum maður hennar Sigurjón Ingvars Jónasson. Sambúðarmaður hennar John Linde.
Fósturbarn Sigfúsar og Unnar;
2. Ingi Þorgrímur Pétursson stýrimaður, skipstjóri, f. 20. nóvember 1932, drukknaði 5. janúar 1962 við S.-Ameríku.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


´