Vilhelmína Jónasdóttir (Þingeyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja á Þingeyri, síðar á Hæli fæddist 6. júlí 1902 á Hóli á Akranesi og lést 31. maí 1966.
Foreldrar hennar voru Jónas Guðmundsson frá Götuhúsum á Akranesi, sjómaður, bóndi, f. 10. apríl 1861, d. 10. október 1917 og Marsibil Grímsdóttir frá Kjaransstöðum í Borgarf., f. 13. ágúst 1868, d. 19. október 1935.

Börn Marsibilar og Jónasar í Eyjum:
1. Ástríður Jónasdóttir húsfreyja á Grímsstöðum, f. 15. febrúar 1897, d. 3. júní 1923.
2. Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja á Þingeyri og Hæli, f. 6. júlí 1902, d. 31. maí 1966.

Vilhelmína fluttist til Eyja ásamt Marsibil móður sinni 1919.
Hún var vinnukona hjá Ástríði systur sinni og Hallgrími í Sætúni, Bakkastíg 10 1920, á Grímsstöðum, Skólavegi 27 1923.
Ástríður lést 1923. Vilhelmína giftist Hallgrími í júní 1924. Þau eignuðust eitt barn. Hallgrímur drukknaði í ágúst 1925.
Vilhelmína varð stjúpmóðir barna Hallgríms og Ástríðar.
Hún eignaðist Ragnheiði með Einari 1929.
Vilhelmína hélt heimili fyrir börnin. Þau voru hjá henni á fjórða áratugnum. Júlíus var skráður hjá henni á Þingeyri 1940, Laufey var þá starfsstúlka á Sjúkrahúsinu og Ástríður Halldóra vinnukona hjá Sigurlaugu Guðnadóttur og Þorsteini Steinssyni á Ásavegi 14.
Vilhelmína fluttist úr bænum, kom aftur og varð ráðskona hjá Hannesi og þau giftu sig 1952.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1954, bjuggu þar lengst á Hringbraut 109.
Þau voru barnlaus, en Vilhelmína varð stjúpmóðir Hrannar Vilborgar dóttur Hannesar frá öðru hjónabandi hans.
Vilhelmína lést 1966 og Hannes 1983.

I. Maður Vilhelmínu, (21. júní 1924), var Hallgrímur Guðjónsson skipstjóri, f. 8. maí 1894, drukknaði 24. ágúst 1925.
Hún var síðari kona hans.
Barn þeirra:
1. Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1924 á Grímsstöðum, d. 21. september 2010.
Börn Hallgríms frá fyrra hjónabandi hans:
2. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 6. mars 1920 í Sætúni, d. 24. febrúar 2011.
3. Júlíus Vilhelm Hallgrímsson sjómaður, netagerðarmaður í Eyjum, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011.

II. Barnsfaðir Vilhelmínu var Einar Jósefsson Reynis frá Akureyri búfræðingur, síðar verksmiðjustjóri á Akureyri og skrifstofumaður í Reykjavík, f. 25. nóvember 1892, d. 16. júní 1979.
Barn þeirra:
4. Ragnheiður Einarsdóttir Reynis hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. júní 1929 á Þingeyri, d. 16. júlí 2002.

III. Maður Vilhelmínu, (6. desember 1952), var Hannes Hreinsson verkamaður, fiskimatsmaður á Hæli, f. 2. október 1892 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 28. maí 1983.
Stjúpbarn Vilhelmínu, barn Hannesar frá öðru hjónabandi hans:
5. Hrönn Vilborg Hannesdóttir (Hæli) húsfreyja á Stapavegi 10, f. 22. febrúar 1939.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.