Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson (Pétursborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. maí 2022 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. maí 2022 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson.

Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson frá Pétursborg, sjómaður, verkstjóri, fisksali fæddist 20. desember 1906 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og lést 30. janúar 1969.
Foreldar hans voru Sigurður Vigfússon sjómaður, verkamaður, f. 14. september 1865 á Hofi í Öræfum, d. 24. ágúst 1939, og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 1. september 1867 á Kirkjubæ, d. 10. mars 1945.

Börn Ingibjargar og Sigurðar voru:
1. Þuríður Björg Sigurðardóttir, f. 31. október 1891, d. 8. maí 1972.
2. Vigfús Sigurðsson, f. 24. júlí 1893, d. 25. febrúar 1970.
3. Einar Björn Sigurðsson, f. 25. október 1895, d. 14. nóvember 1964.
4. Gunnar Helgi Sigurðsson, f. 23. október 1897, d. 14. september 1964.
5. Jón Hjálmar Theodór Sigurðsson, f. 9. desember 1899, d. 5. ágúst 1959.
6. Hallvarður Sigurðsson, f. 14. maí 1902, d. 5. ágúst 1967.
7. Finnbogi Rósinkrans Sigurðsson, f. 20. desember 1906, d. 30. janúar 1969.
8. Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 17. mars 1912, d. 12. mars 1989.

Finnbogi var með foreldrum sínum í æsku, í Seyðisfirði, flutti með þeim til Eyja 1908, bjó með þeim í Kornhóli og Pétursborg.
Hann fór ungur til sjós og var sjómaður, sigldi m.a. með fisk til Bretlands á styrjaldarárunum. Hann hætti sjómennsku fljótlega eftir stríð og flutti til Reykjavíkur 1944, vann hjá byggingafélaginu Brú. Um 1950 hóf hann störf hjá Hamilton á Keflavíkurflugvelli, en það varð síðar að Íslenskum aðalverktökum. Hann varð þar verkstjóri við byggingu íbúðablokka og einnig við byggingu flugbrauta og vega innan svæðisins.
Um 1960 keypti hann fiskbúðina í Blönduhlíð 2 í Reykjavík og rak hana til dánardægurs.
Þau Sigurbjörg Guðleif giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Pétursborg, síðan á Reykhólum við Hásteinsveg 30.
Finnbogi lést 1969 og Sigurbjörg 2005.

I. Kona Finnboga, (1936), var Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 19. febrúar 1916, d. 26. september 2005.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Sigríður Finnbogadóttir, f. 21. febrúar 1936 í Pétursborg. Barnsfaðir hennar Gunnar Albertsson. Maður hennar Ingólfur Kristjánsson, látinn.
2. Guðjón Hjörleifur Finnbogason, f. 5. ágúst 1947. Kona hans Jóhanna Jóna Hafsteinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.