Gunnar Helgi Sigurðsson (Pétursborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Helgi Sigurðsson, hafnarverkamaður í Rvk fæddist 23. október 1897 á Seyðisfirði og lést 14. september 1964 í Rvk.
Foreldar hans voru Sigurður Vigfússon sjómaður, verkamaður, f. 14. september 1865 á Hofi í Öræfum, d. 24. ágúst 1939, og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 1. september 1867 á Kirkjubæ, d. 10. mars 1945.

Börn Ingibjargar og Sigurðar voru:
1. Þuríður Björg Sigurðardóttir, f. 31. október 1891, d. 8. maí 1972.
2. Vigfús Sigurðsson, f. 24. júlí 1893, d. 25. febrúar 1970.
3. Einar Björn Sigurðsson, f. 25. október 1895, d. 14. nóvember 1964.
4. Gunnar Helgi Sigurðsson, f. 23. október 1897, d. 14. september 1964.
5. Jón Hjálmar Theodór Sigurðsson, f. 9. desember 1899, d. 5. ágúst 1959.
6. Hallvarður Sigurðsson, f. 14. maí 1902, d. 5. ágúst 1967.
7. Finnbogi Rósinkrans Sigurðsson, f. 20. desember 1906, d. 30. janúar 1969.
8. Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 17. mars 1912, d. 12. mars 1989.

Þau Guðbjörg giftu sig, eignuðust eitt fósturbarn.

I. Kona Gunnars var Guðbjörg Guðnadóttir, húsfreyja, f. 17. október 1906, d. 12. september 1997. Foreldrar hennar Guðni Jónsson, sjómaður, f. 21. október 1864, d. 22. desember 1926, og Guðrún Sigurbjörg Árnadóttir, f. 7. september 1872, d. 28. mars 1955.

Barn þeirra:
1. Guðni Gunnarsson, prentari, f. 29. júlí 1939, d. 12. mars 1994. Kona hans Esther Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.