Björg Sigurðardóttir (Pétursborg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðríður Björg Sigurðardóttir frá Pétursborg, húsfreyja á Laugalandi, fæddist 31. október 1890 á Seyðisfirði og lést 8. maí 1972 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Vigfússon sjómaður og verkamaður í Pétursborg, f. 14. september 1865, d. 24. ágúst 1939, og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1867, d. 10. mars 1945.

Björg var 10 ára með foreldrum sínum og systkinum í Bergþóruhúsi á Seyðisfirði 1901. Hún fluttist til Eyja með fjölskyldunni 1908. Við manntal 1910 var Björg með fjölskyldunni í Kornhól.
Við manntal 1920 var hún gift húsfreyja í Pétursborg með Guðlaugi og börnunum Þorsteini Guðna, Sigurði Ingiberg og óskírðum dreng, líklega Guðbirni.
Húsið Laugaland við Vestmannabraut byggðu þau Guðlaugur 1921 og bjuggu þar uns þau fluttust til Reykjavíkur 1945. Þar bjuggu þau síðan til loka.

Maður Bjargar var Guðlaugur Þorsteinsson trésmíðameistari og formaður á Laugalandi, f. 30. júlí 1889, d. 23. júní 1970.
Börn Bjargar og Guðlaugs voru:
1. Þorsteinn Guðni, f. 18. apríl 1917, d. 17. september 2001.
2. Sigurður Ingiberg, f. 6. janúar 1919, d. 5. maí 1957.
3. Guðbjörn, f. 26. nóvember 1920, d. 1. desember 2006.
4. Indíana, f. 26. september 1922, d. 4. júní 1994.
5. Sveinbjörn, f. 4. desember 1925, d. 5. desember 2017.
6. Emilía, f. 16. maí 1929, d. 19. febrúar 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.