Sigurbjörg G. Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir.

Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 19. febrúar 1916 og lést 26. september 2005.
Foreldrar hennar voru Guðjón Vigfússon bóndi, f. 17. júní 1887, d. 29. mars 1932, og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1884, d. 27. janúar 1968.

Bróðir Guðjóns Vigfússonar var
A. Ólafur Gísli Vigfússon skipstjóri í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974.
Systir Sigurbjargar var
B. Sigríður Guðjónsdóttir í Pétursborg, húsfreyja, f. 26. júlí 1910, d. 7. febrúar 1995.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var vinnukona í Skarðshlíð og síðar í Eyjum.
Þau Finnbogi giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Pétursborg, síðan á Reykhólum við Hásteinsveg 30. Þau fluttu til Reykjavíkur 1945, bjuggu síðast í Stigahlíð 43.
Finnbogi lést 1969 og Sigurbjörg 2005.

I. Maður Sigurbjargar, (1936), var Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson sjómaður, verkstjóri, fisksali, f. 20. desember 1906 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, d. 30. janúar 1969.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Sigríður Finnbogadóttir, f. 21. febrúar 1936 í Pétursborg. Barnsfaðir hennar Gunnar Albertsson. Maður hennar Ingólfur Kristjánsson, látinn.
2. Guðjón Hjörleifur Finnbogason, f. 5. ágúst 1947. Kona hans Jóhanna Jóna Hafsteinsdóttir.
3. Finnbogi Rósinkranz Finnbogason, f. 12. nóvember 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 20. desember 2006. Aldarminning Finnboga.
  • Morgunblaðið 30. september 2005. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.