Jón Erlingsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. apríl 2022 kl. 09:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. apríl 2022 kl. 09:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Erlingsson''' frá Hjalla, vélstjóri fæddist 25. apríl 1908 í Brúnavík í Bnorgarfjarðarhreepi, N.-Múl. og drukknaði 29. júní 1941.<br> Foreldrar hans voru Erlingur Filippusson grasalæknir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V-Skaft., f. 13. desember 1873 í Kálfafellskoti, d. 25. janúar 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1881 á Gilsárv...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Erlingsson frá Hjalla, vélstjóri fæddist 25. apríl 1908 í Brúnavík í Bnorgarfjarðarhreepi, N.-Múl. og drukknaði 29. júní 1941.
Foreldrar hans voru Erlingur Filippusson grasalæknir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V-Skaft., f. 13. desember 1873 í Kálfafellskoti, d. 25. janúar 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1881 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, d. 28. maí 1934.

Börn Kristínar og Erlings:
1. Jón Erlingsson vélstjóri, f. 25. apríl 1908, drukknaði 29. júní 1941.
2. Gissur Ólafur Erlingsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013.
3. Stefanía Erlingsdóttir húfreyja í Vancouver í Kanada, f. 21. apríl 1910, d. 2. október 1992.
4. Gunnþórunn Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 12. september 1997.
5. Sveinbjörn Erlingsson vélstjóri í Reykjavík, f. 28. mars 1913 á Hjalla, d. 8. febrúar 1996.
6. Þorsteinn Erlingsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 21. júlí 1914, d. 10. júní 2001.
7. Soffía Erlingsdóttir, f. 18. júní 1916, d. 24. júní 1916.
8. Óli Filippus Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. júlí 1917, d. 14. desember 1954.
9. Ásta Kristín Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júní 1920, d. 8. júlí 2005.
10. Soffía Erlingsdóttir húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 24. september 1922, d. 16. júlí 2004.
11. Regína Magdalena Erlingsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. september 1923, d. 20. janúar 2018.
12. Einar Sveinn Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 3. mars 1926, d. 12. febrúar 2014.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk járnsmíðanámi 1928 og vélstjóranámi í Vélstjóraskólanum í Reykjavík 1931.
Hann var kyndari á es. Brúarfossi I og varðskipinu Þór II 1927-1928, vélstjóri á bv. Þorgeiri skorargeir í eitt ár, á Haferninum við mælingar á Húnaflóa sumarið 1930, á ýmsum togurum og línuveiðurum til 1934 og es. Kötlu til 1941, en réðst þá vélstjóri á es. Heklu, sem sökkt var á leið til Ameríku af kafbáti.
Þau Gróa Jakobína giftu sig 1935, eignuðust sex börn, en skildu.
Þau Elín Anna giftu sig 1939. Jón lést 1941 og Elín Anna 1960.

I. Kona Jóns, (16. febrúar 1935, skildu), var Gróa Jakobína Jakobsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1913 á Snotrunesi í Borgarfirði eystra, d. 9. október 2000. Foreldrar hennar voru Jakob Sigurðsson bóndi í Geitavík og á Seyðisfirði, síðar bifreiðastjóri í Reykjavík, síðast kaupmaður í Kaupmannahöfn, f. 15. nóvember 1883 á Unaós í N.-Múl., d. 15. mars 1952, og kona hans Þuríður Björnsdóttir húsfreyja, síðar á Neistastöðum í Flóa, f. 21. september 1888 á Staffelli í N.-Múl., d. 31. október 1971 á Eyrarbakka.
Börn þeirra:
1. Gissur Pétur Ævarr Jónsson vélstjóri í Reykjavík og atvinnurekandi í Ástralíu, f. 25. september 1931, d. 24. nóvember 2018. Barnsmóðir hans Sólveig Guðmundsdóttir. Barnsmóðir hans Hanna Elíasdóttir.
2. Erlingur Kristinn Ævarr Jónsson í Þorlákshöfn, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, leirkerasmiður, f. 20. október 1932. Barnsmóðir hans Bára N. Guðmundsdóttir. Kona hans Sigríður Dagný Ólafsdóttir.
3. Sigurbjörn Ævarr Jónsson sjómaður, slökkviliðsmaður, lögreglumaður, fangavörður, f. 6. ágúst 1934, d. 8. maí 2014. Barnsmóðir hans Erla Olsen, Barnsmóðir hans Ragnheiður Gestsdóttir. Kona hans Erna Vigdís Ingólfsdóttir.
4. Anna Esther Ævarr Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 25. ágúst 1936. Fyrrum maður hennar Sveinn Sigfússon Öfjörð. Síðari maður hennar Birgir Matthías Indriðason.

II. Síðari kona Jóns, (25. maí 1939), var Elín Anna Helgadóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1907 í Bakkagerði í Borgarfjarðarhreppi, N.-Múl., d. 20. mars 1960. Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson kaupmaður, útgerðarmaður í Njarðvík í Borgarfirði eystra, f. 4. febrúar 1877 í Njarðvík, d. 8. maí 1936 í Borgarfirði eystra, og kona hans Hólmfríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1887 á Staffelli í N.-Múl., d. 7. október 1964 á Borgarfirði eystra.
Börn þeirra:
5. Helga Jónsdóttir Felt húsfreyja, kaupmaður, kennari í Bandaríkjunum, f. 21. ágúst 1939. Maður hennar John Milton Felt, látinn.
6. Jón Erlings Jónsson rafvélavirki, kerfisfræðingur, hljóðfæraleikari, f. 30. mars 1941. Barnsmóðir Fanney Edda Pétursdóttir. Kona hans Henný Ágústa Bartels.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Grasaættin. Niðjatal Þórunnar Gísladóttur og Filippusar Stefánssonar. Ritstjóri Franz Gíslason. Útg. Ritnefnd Grasaættarinnar. Reykjavík 2004.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.