Halldóra Guðmundsdóttir (Landlyst)
Halldóra Guðmundsdóttir frá Landlyst, húsfreyja fæddist þar 29. nóvember 1934 og lést 2. júní 2009.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Hróbjartsson skósmiður, f. 8. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975, og kona hans Sigrún Þórhildur Guðnadóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993.
Börn Þórhildar og Guðmundar í Landlyst:
1. Guðrún Jónína Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989. Maður hennar Olgeir Jóhannsson.
2. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 29. nóvember 1934, d. 2. júní 2009. Maður hennar Sigtryggur Helgason.
3. Helena Björg Guðmundsdóttir, f. 4. maí 1936 í Landlyst. Maður hennar Arnar Sigurðsson.
4. Konráð Guðmundsson, f. 30. desember 1938, d. 14. nóvember 2016. Kona hans Elín Guðbjörg Leósdóttir.
5. Sesselja Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1940 í Landlyst, d. 9. janúar 1987. Maður hennar Reynald Jónsson.
6. Guðmundur Lárus Guðmundsson, f. 1. september 1942 í Landlyst, d. 24. október 2016. Kona hans
Stefanía Ingibjörg Snævarr.
7. Guðni Þórarinn Guðmundsson, f. 6. október 1948 í Landlyst, d. 13. ágúst 2000. Kona hans Elín Heiðberg Lýðsdóttir.
Halldóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1951.
Halldóra var sérlega söngvin, söng í ýmsum kórum.
Þau Sigtryggur giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barn sitt nýfætt. Þau bjuggu á Heiðarvegi 20 og síðar Strembugötu 22, fluttu til Reykjavíkur 1963, bjuggu lengst í Hlyngerði þar.
Halldóra lést 2006 og Sigtryggur 2012.
I. Maður Halldóru, (10. apríl 1955), var Sigtryggur Helgason viðskiptafræðingur, forstjóri, f. 5. október 1930, d. 14. september 2012.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 18. júlí 1955, d. sama dag.
2. Þórhildur Sigtryggsdóttir læknir, f. 14. september 1956. Fyrrum eiginmenn Karl Kristinsson og Hrafnkell Óskarsson.
3. Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir viðskiptafræðingur, f. 28. maí 1962. Eiginmaður Skapti J. Haraldsson.
4. Fjölnir Sigtryggsson, f. 18. júlí 1967, d. 24. janúar 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.