Sesselja Guðmundsdóttir (Landlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sesselja Guðmundsdóttir frá Landlyst, húsfreyja fæddist 8. ágúst 1940 og lést 9. janúar 1987.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Hróbjartsson skósmiður, f. 8. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975, og kona hans Sigrún Þórhildur Guðnadóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993.

Börn Þórhildar og Guðmundar í Landlyst:
1. Guðrún Jónína Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989. Maður hennar Olgeir Jóhannsson.
2. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 29. nóvember 1934, d. 2. júní 2009. Maður hennar Sigtryggur Helgason.
3. Helena Björg Guðmundsdóttir, f. 4. maí 1936 í Landlyst. Maður hennar Arnar Sigurðsson.
4. Konráð Guðmundsson, f. 30. desember 1938, d. 14. nóvember 2016. Kona hans Elín Guðbjörg Leósdóttir.
5. Sesselja Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1940 í Landlyst, d. 9. janúar 1987. Maður hennar Reynald Jónsson.
6. Guðmundur Lárus Guðmundsson, f. 1. september 1942 í Landlyst, d. 24. október 2016. Kona hans Stefanía Ingibjörg Snævarr.
7. Guðni Þórarinn Guðmundsson, f. 6. október 1948 í Landlyst, d. 13. ágúst 2000. Kona hans Elín Heiðberg Lýðsdóttir.

Sesselja var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Reynald giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu um skeið á Dalvík, en fluttust til Odense í Danmörku þar sem Reynald lærði byggingatæknifræði.
Þau settust að á Húsavík 1965 þar sem Reynald var bæjartæknifræðingur, en fluttust til Reykjavíkur 1970 og bjuggu við Sæviðarsund 23.
Sesselja vann á Kleppsspítalanum og barnaheimili, en síðan við fyrirtæki, sem hjónin áttu.
Sesselja lést 1987.

I. Maður Sesselju, (apríl 1959), er Reynald Þráinn Jónsson frá Dalvík, byggingatæknifræðingur, f. 3. febrúar 1938. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson bóndi, húsasmíðameistari á Dalvík, f. 16. desember 1897, d. 16. nóvember 1980, og kona hans Hólmfríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1910, d. 10. september 1995.
Börn þeirra:
1. Sigríður Ósk Reynaldsdóttir húsfreyja, grunnskólakennari hjá Hjallastefnunni, f. 3. júní 1959 í Eyjum. Maður hennar Hinrik Hjörleifsson.
2. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri hjá Hagkaupum, f. 16. mars 1966. Kona hans Hafdís Björgvinsdóttir.
3. Guðmundur Þór Reynaldsson eðlisfræðingur, starfsmaður Marels, f. 16. nóvember 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.