Elín Guðbjörg Leósdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elín Guðbjörg Leósdóttir húsfreyja fæddist 17. október 1942 á Velli.
Foreldrar hennar voru Leó Ingvarsson sjómaður, verkamaður, f. 22. september 1913 í Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum, d. 29. nóvember 2005 á Hrafnistu í Hafnarfirði, og kona hans Kristbjörg Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja, f. 8. apríl 1921, d. 24. nóvember 1999.

Börn Kristbjargar og Leós:
1. Elín Guðbjörg Leósdóttir, f. 17. október 1942 á Velli. Maður hennar er Konráð Guðmundsson frá Landlyst, f. 30. desember 1938.
2. Fjóla Leósdóttir, f. 7. október 1949 á Breiðabólstað. Maður hennar er Guðjón Þorvaldsson, f. 23. september 1949.

Elín var með foreldrum sínum á Velli og á Breiðabólstað.
Hún lauk fjórða bekkjar námi í Gagnfræðaskólanum 1959.
Elín vann afgreiðslustörf og við fiskiðnað í Eyjum, en var læknaritari í 30 ár í Reykjavík.
Þau Konráð giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Miðstræti 17 (gamla Bergi) við fæðingu Brynjars 1962, síðan á Illugagötu 23.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1971, bjuggu í Holtagerði 47 og 56 í Reykjavík, en síðan á Víðigrund 7 í Kópavogi og að síðustu á Lundi 86 þar.
Konráð lést 2016. Elín býr á Lundi 86.

I. Maður Elínar Guðbjargar, (20. desember 1963), var Konráð Guðmundsson frá Landlyst, húsasmíðameistari, verkstjóri, f. 30. desember 1938, d. 14. nóvember 2016.
Börn þeirra:
1. Kristbjörg Konráðsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 4. júní 1960. Barnsfaðir hennar Jónas Helgason. Maður hennar Lúðvík H. Gröndal.
2. Brynjar Konráðsson matreiðslumaður í Danmörku, f. 26. mars 1962. Fyrrum kona hans Anna Þóra Björnsdóttir, barnsmóðir Helena Björgvinsdóttir og sambýliskona Malene Stærmose.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.