Konráð Guðmundsson (Landlyst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Konráð Guðmundsson.

Konráð Guðmundsson frá Landlyst, húsasmíðameistari fæddist þar 30. desember 1938 og lést 14. nóvember 2016 á heimili sínu Lundi 86 í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Guðmundur Hróbjartsson skósmiður, f. 8. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975, og kona hans Sigrún Þórhildur Guðnadóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993.

Börn Þórhildar og Guðmundar í Landlyst:
1. Guðrún Jónína Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989. Maður hennar Olgeir Jóhannsson.
2. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 29. nóvember 1934, d. 2. júní 2009. Maður hennar Sigtryggur Helgason.
3. Helena Björg Guðmundsdóttir, f. 4. maí 1936 í Landlyst. Maður hennar Arnar Sigurðsson.
4. Konráð Guðmundsson, f. 30. desember 1938, d. 14. nóvember 2016. Kona hans Elín Guðbjörg Leósdóttir.
5. Sesselja Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1940 í Landlyst, d. 9. janúar 1987. Maður hennar Reynald Jónsson.
6. Guðmundur Lárus Guðmundsson, f. 1. september 1942 í Landlyst, d. 24. október 2016. Kona hans Stefanía Ingibjörg Snævarr.
7. Guðni Þórarinn Guðmundsson, f. 6. október 1948 í Landlyst, d. 13. ágúst 2000. Kona hans Elín Heiðberg Lýðsdóttir.

Konráð var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam húsasmíði, fékk meistararéttindi og vann við iðn sína í Eyjum, en einnig var hann sjómaður. Síðar var hann verkstjóri á Smíðaverkstæði Kópavogsbæjar.
Þau Elín Guðbjörg giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Miðstræti 17 (gamla Bergi), síðan á Illugagötu 23.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1971, bjuggu í Holtagerði 47 og 56 í Reykjavík, en síðan á Víðigrund 7 í Kópavogi og að síðustu á Lundi 86 þar.
Konráð lést 2016. Elín býr á Lundi 86.

I. Kona Konráðs, (20. desember 1963), er Elín Guðbjörg Leósdóttir húsfreyja, f. 17. október 1942 á Velli.
Börn þeirra:
1. Kristbjörg Konráðsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 4. júní 1960. Barnsfaðir hennar Jónas Helgason. Maður hennar Lúðvík H. Gröndal.
2. Brynjar Konráðsson matreiðslumaður í Danmörku, f. 26. mars 1962. Fyrrum kona hans Anna Þóra Björnsdóttir, barnsmóðir Helena Björgvinsdóttir og sambýliskona Malene Stærmose.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.