Þórhildur Guðnadóttir (Landlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigrún Þórhildur Guðnadóttir húsfreyja í Landlyst fæddist 16. janúar 1912 á Króksbakka í Njarðvík eystra, N.Múl. og lést 20. desember 1993 á Droplaugarstöðum.

Ætt og uppruni

Faðir Sigrúnar Þórhildar var Guðni bóndi í Glúmsstaðaseli 1910, vinnumaður á Kollsstöðum á Völlum 1890, á Víðivöllum ytri í Valþjófsstaðarsókn 1901, bóndi á Króksvöllum í Njarðvíkursókn eystra 1911-1915, vinnumaður með konu og nokkur börn sín á Hóli í Hjaltastaðarhreppi, N.-Múl. 1920, á Seyðisfirði 1925, f. 21. apríl 1873 á Engilæk í Hjaltastaðaþinghá í S-Múl., d. 7. mars 1943 á Seyðisfirði, Sigmundsson bónda á Engilæk 1890, f. 17. janúar 1840, Sigmundssonar vinnumanns, f. 1796 á Eyrarteigi á Héraði; kvæntur vinnumaður 1850 og 1855 og 1860, Rustikussonar.
Móðir Guðna og kona Sigmundar Sigmundssonar var Hólmfríður húsfreyja, f. 1850, Guðnadóttir, f. 1827, Benediktssonar bónda á Eyvindará Jónssonar.

Móðir Sigrúnar Þórhildar og kona Guðna var Halldóra Grímsdóttir húsfreyja í Glúmsstaðaseli, f. 26. janúar 1880 á Valþjófsstað í N-Múl., d. 4. október 1963 á Seyðisfirði.
Faðir Halldóru var Grímur bóndi á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, f. 17. september 1844, drukknaði í Seyðisfirði, Þorsteinsson bónda á Brekku í Hróarstungu, f. 1822, d. fyrir 1893; var frumkvöðull að vatnsveitingum, garðrækt o.fl. í héraðinu, Árnasonar og barnsmóður Þorsteins á Brekku, Halldóru frá Dalhúsum á Héraði, f. um 1823, Gísladóttur Nikulássonar, síðar húsfreyju í Fossgerði í Eiðaþinghá, konu Bjarna Bjarnasonar bónda.
Móðir Halldóru og kona Gríms var Vilborg Einarsdóttir, húsfreyja, f. 29. september 1852. Hún var barn hjá foreldrum í Hleinargarði í Eiðaþinghá 1855, með móður sinni ekkjunni og vinnukonunni í Hleinargarði 1860, ekkja á Arnaldsstöðum í Fljótsdal 1890, hjá dóttur sinni Halldóru Grímsdóttur í Glúmsstaðaseli í Valþjófsstaðarsókn 1910.
Faðir Vilborgar var Einar bóndi í Hleinargarði, f. 2. febrúar 1801, d. 21. júní 1856, Jónsson, Eiríkssonar, Bárðarsonar, (Bárðarætt frá Fljótsdal).
Móðir Vilborgar og kona Einars var Halldóra Eiríksdóttir frá Víkingsstöðum á Héraði, húsfreyja í Hleinargerði í Eiðasókn, f. 7. ágúst 1812, d. 17. maí 1895. Á mt. 1890 var hún hjá ekkjunni Vilborgu, dóttur sinni, á Arnaldsstöðum.

Halldóra Grímsdóttir var systir
1. Guðrúnar Grímsdóttur á Oddsstöðum síðari konu Guðjóns bónda og líkkistusmiðs. Hún var fósturmóðir
2. Hjörleifs Guðnasonar múrarameistara, 5. júní 1925, d. 13. júní 2007. Hann var bróðir Þórhildar í Landlyst.

Þórhildur var með foreldrum sínum á Króksbakka í Njarðvík eystra 1912-1914, í Bakkakoti í Bakkagerðissókn í Borgarfirði eystra 1916, í Vinaminni þar 1917.
Hún var tökubarn á Hjallhóli í Bakkagerðissókn hjá Sigþrúði Björgu Helgadóttur og Jóhanni Guðfinni Halldórssyni 1918-1920, fósturbarn hjá þeim í Baldurshaga þar 1921-1925, en þá fluttist hún til foreldra sinna á Seyðisfirði.
Hún var hjá foreldrum sínum í Hjarðarholti þar 1925, vinnukona í Nielsenshúsi þar 1926 og 1927.
Þórhildur fluttist til Eyja 1928, var vinnukona hjá Guðmundi Tómassyni og síðari konu hans Elínu Jóhönnu Sigurðardóttur, en var ráðskona hjá Guðmundi Hróbjartssyni í Víðidal 1930.
Þau Guðmundur giftu sig í desember 1930, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Víðidal, en voru komin í Landlyst 1934. Þar bjuggu þau til 1972, er þau fluttu að Hátúni 10 í Reykjavík.
Guðmundur lést 1975.
Sigrún Þórhildur dvaldi að síðustu á Droplaugarstöðum. Hún lést 1993.

I. Maður Sigrúnar Þórhildar, (20. desember 1930), var Guðmundur Hróbjartsson frá Kúfhóli í A-Landeyjum, vélstjóri, skósmiður, f. 6. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975.
Börn þeirra:
1. Guðrún Jónína Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989. Maður hennar Olgeir Jóhannsson.
2. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 29. nóvember 1934, d. 2. júní 2009. Maður hennar Sigtryggur Helgason.
3. Helena Björg Guðmundsdóttir, f. 4. maí 1936 í Landlyst. Maður hennar Arnar Sigurðsson.
4. Konráð Guðmundsson, f. 30. desember 1938, d. 14. nóvember 2016. Kona hans Elín Guðbjörg Leósdóttir.
5. Sesselja Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1940 í Landlyst, d. 9. janúar 1987. Maður hennar Reynald Jónsson.
6. Guðmundur Lárus Guðmundsson, f. 1. september 1942 í Landlyst, d. 24. október 2016. Kona hans Stefanía Ingibjörg Snævarr.
7. Guðni Þórarinn Guðmundsson, f. 6. október 1948 í Landlyst, d. 13. ágúst 2000. Kona hans Elín Heiðberg Lýðsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 30. desember 1993. Minning Þórhildar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.