Ólafía Þórunn Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júní 2021 kl. 14:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júní 2021 kl. 14:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ólafía Þórunn Sigurðardóttir''' verkakona, fæddist 12. júní 1906 í Gularáshjáleigu í A.-Landeyjum og lést 9. febrúar 1990.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Ól...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafía Þórunn Sigurðardóttir verkakona, fæddist 12. júní 1906 í Gularáshjáleigu í A.-Landeyjum og lést 9. febrúar 1990.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson frá Gularáshjáleigu, sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918, og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 24. september 1876, d. 8. nóvember 1952.
Stjúpfaðir hennar var Guðlaugur Sigurðsson smiður, f. 28. mars 1901 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum, d. 22. júní 1975.

Hálfbróðir Ólafíu, sammæddur, var
1. Ólafur Ragnar Sveinsson heilbrigðisfulltrúi á Flötum, f. 25. ágúst 1903, d. 2. maí 1970. Kona hans Kristjana Ragnheiður Kristjánsdóttir.
Börn Margrétar og Sigurðar voru:
2. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir verkakona, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, bjó síðast að Laufási 7 í Garðabæ, d. 9. febrúar 1990, ógift.
3. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1907 í Garðbæ, d. 27. júlí 1992. Barnsfaðir Ólafur Jónsson. Maður hennar Sigurlás Þorleifsson.
4. Bogi Óskar Sigurðsson kvikmyndasýningamaður, f. 12. desember 1910 í Garðbæ, d. 14. mars 1980. Kona hans Sigurlaug Auður Eggertsdóttir.
5. Fanney Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1912 í Garðbæ. Maður hennar Guðmundur Pálsson.
6. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, f. 7. maí 1915 á Rafnseyri, d. 14. maí 1987. Maður hennar Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson.
7. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir, f. 6. nóvember 1916 á Rafnseyri, d. 26. maí 1971. Barnsfaðir Gústaf Adolf Valdimarsson. Maður hennar Kjartan Guðmundsson.
8. Sigurður Guðlaugsson hárskeri, f. 19. júlí 1918, d. 3. júlí 1958. Hann var kjörsonur Guðlaugs Sigurðssonar, síðari manns Margrétar. Kona hans Kristín Guðmundsdóttir
Fósturdóttir Margrétar og Guðlaugs var systurdóttir hans
9. Sigurbjörg Guðmundína Alda Friðjónsdóttir, f. 19. janúar 1926 í Götu. Hún var fósturbarn hjá Guðlaugi 1934, d. í febrúar 1985.

Ólafía var með foreldrum sínum fyrstu 12 ár sín, en þá lést faðir hennar. Hún flutti með þeim frá Gularáshjáleigu í A.-Landeyjum til Eyja 1907, bjó með þeim í Garðbæ 1908 til 1913, á Rafnseyri 1913-1918, er faðir hennar lést. Hún var þar síðan með móður sinni, en var vinnukona í Odda við Vestmannabraut 63A 1920, farin úr Eyjum 1927.
Ólafía vann verkakvennavinnu, giftist ekki. Hún bjó síðast í Garðabæ og lést 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.