Garðar Júlíusson (Stafholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. janúar 2021 kl. 11:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. janúar 2021 kl. 11:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Garðar Júlíusson. '''Garðar Júlíusson''' rafvirkjameistari fæddist 10. nóvember 1932 í Stafholti og lést 26. ágúst 1988....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Garðar Júlíusson.

Garðar Júlíusson rafvirkjameistari fæddist 10. nóvember 1932 í Stafholti og lést 26. ágúst 1988.
Foreldrar hans voru Júlíus Jónsson múrarameistari, f. 31. júlí 1895, d. 4. september 1978, og fyrri kona hans Sigurveig Björnsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1891, d. 27. september 1934. Fósturforeldrar Garðars voru Kristín Benediktsdóttir húsfreyja og Sigurður Sigurðsson múrari á Urðavegi 44.

Börn Sigurveigar og Júlíusar:
1. Björn Sigurður Júlíusson læknir, f. 1. október 1921, d. 6. mars 1995.
2. Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 26. júní 1923, d.29. mars 2019.
3. Sigríður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.
4. Jóna Margrét Júlíusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 2. febrúar 1927.
5. Hafsteinn Júlíusson múrarameistari, síðar í Kópavogi, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990.
6. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, síðar í Kópavogi, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988. Börn Júlíusar og síðari konu hans Gíslínu Sigríðar Helgu Einardóttur:
7. Stúlka, f. 21. nóvember 1938, d. sama dag.
8. Sigurveig Júlíusdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 27. desember 1940 í Stafholti.

Garðar var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hans lést, er hann var tæpra tveggja ára. Hann fór í fóstur til Kristínar og Sigurðar að Urðavegi 44 og ólst þar upp.
Garðar varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1949, nam rafvirkjun hjá Haraldi Eiríkssyni og í Iðnskólanum í Eyjum, varð sveinn 1953.
Hann vann hjá fyrirtæki Haraldar í 12 ár, var síðar rafvirki í Vinnslustöðinni.
Vegna sjúkleika varð hann að hætta rafvirkjastörfum.
Síðan vann hann hjá Vestmannaeyjabæ, var hafnargjaldkeri.
Meðan á Gosinu stóð 1973 og eftir að því lauk, starfaði hann fyrir Vestmannaeyjabæ við að aðstoða ellilífeyrisþega frá Vestmannaeyjum, sem voru uppi á fastalandinu vegna gossins. Síðar vann hann í afgreiðslu Herjólfs og var ráðinn til að sjá um vöruafgreiðsluna í Reykjavík uns afgreiðslan fluttist til Eimskipafélagsins, en þá hóf Garðar störf hjá Vélsmiðjunni Héðni og vann þar til dauðadags.
Garðar söng með Samkór Vestmannaeyja og lék í Lúðrasveitinni.
Hann bjó hjá systur sinni í Stíghúsi 1953, á Rauðafelli við Vestmannabraut 58B við giftingu 1954.
Þau Sigríður giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Bakkastíg 7, síðar við Bakkastíg 18 til Goss, en síðast að Reynigrund 13 í Kópavogi.
Garðar lést 1988.

I. Kona Garðars er Sigríður Bjarney Björnsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1934.
Börn þeirra:
1. Björn Zóphonías Garðarsson kennari í Svíþjóð, f. 23. maí 1955. Kona hans Fjóla Ingólfsdóttir.
2. Kristinn Garðarsson landfræðingur, f. 11. júní 1964. Kona hans Sigrún Barkardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.