Jóna Júlíusdóttir (Stafholti)
Jóna Margrét Júlíusdóttir frá Stafholti, húsfreyja fæddist þar 2. febrúar 1927 og lést 30. maí 2017 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Júlíus Jónsson múrarameistari, f. 31. júlí 1895, d. 4. september 1978, og fyrri kona hans Sigurveig Björnsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1891, d. 27. september 1934.
Börn Sigurveigar og Júlíusar:
1. Björn Sigurður Júlíusson læknir, f. 1. október 1921, d. 6. mars 1995.
2. Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 26. júní 1923, d.29. mars 2019.
3. Sigríður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.
4. Jóna Margrét Júlíusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 2. febrúar 1927.
5. Hafsteinn Júlíusson múrarameistari, síðar í Kópavogi, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990.
6. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, síðar í Kópavogi, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988.
Börn Júlíusar og síðari konu hans Gíslínu Sigríðar Helgu Einardóttur:
7. Stúlka, f. 21. nóvember 1938, d. sama dag.
8. Sigurveig Júlíusdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 27. desember 1940 í Stafholti.
Jóna var með foreldrum sínum fyrstu sjö ár ævinnar, en móðir hennar lést 1934.
Hún var með föður sínum og síðan einnig Gíslínu Sigríði Helgu Einarsdóttur stjúpu sinni.
Jóna fluttist ung til Reykjavíkur og vann afgreiðslustörf í Kron. Þá nam hún í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði.
Hún vann utan heimilis verslunarstörf og fiskvinnslustörf, vann að síðustu á Pósthúsinu í Eyjum, þar sem hún starfaði um árabil. Jóna starfaði meðal annars í Galleríi Heimalist.
Þau Tryggvi giftu sig 1951, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Steinum við Urðaveg 8, á Hásteinsvegi 56 A við Gos og við lát Tryggva, en síðar á Eyjahrauni og að lokum í Hraunbúðum.
Tryggvi lést 2009. Jóna Margrét lést 2017.
I. Maður Jónu Margrétar, (12. maí 1951), var Kristján Tryggvi Jónasson frá Ísafirði, rennismíðameistari, f. 4. október 1929 á Kirkjubóli í Skutulsfirði, d. 17. október 2009.
Börn þeirra:
1. Sigurveig Júlía Tryggvadóttir húsfreyja, f. 29. október 1951. Maður hennar Ólafur Tryggvason.
2. Guðrún Karen Tryggvadóttir húsfreyja, f. 19. júní 1958. Maður hennar var Sigurlás Þorleifsson.
Barn Tryggva með Eyrúnu Láru Þóreyju Loftsdóttur:
3. Ásgerður Tryggvadóttir svæfingahjúkrunarfræðingur, deildarstjóri svæfingadeildar Borgarspítala, f. 15. desember 1948 í Reykjavík.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 6. júní 2018. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.