Sigurveig Júlíusdóttir (Stafholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurveig Júlíusdóttir frá Stafholti, húsfreyja í Eyjum og Mosfellsbæ fæddist 27. desember 1940 í Stafholti.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari, f. 31. júlí 1895, d. 4. september 1978, og síðari kona hans Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1900, d. 12. ágúst 1967.

Börn Júlíusar og Sigurveigar fyrri konu hans:
1. Björn Sigurður Júlíusson læknir, f. 1. október 1921, d. 6. mars 1995.
2. Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 26. júní 1923, d. 29. mars 2019.
3. Sigríður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.
4. Jóna Margrét Júlíusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 2. febrúar 1927.
5. Hafsteinn Júlíusson múrarameistari, síðar í Kópavogi, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990.
6. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, síðar í Kópavogi, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988.

Börn Júlíusar og síðari konu hans Gíslínu Sigríðar Helgu Einardóttur:
7. Stúlka, f. 21. nóvember 1938, d. sama dag.
8. Sigurveig Júlíusdóttir húsfreyja í Eyjum og í Mosfellsbæ, f. 27. desember 1940 í Stafholti.

Sigurveig var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni 1958-1959.
Sigurveig vann við fiskiðnað og á Sjúkrahúsinu .
Þau Hreinn giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Stafholti í fyrstu, byggðu og bjuggu að Urðavegi 54 til Goss 1973.
Þau bjuggu um stund í Hafnarfirði, en í Mosfellsbæ frá 1974, bjuggu þar lengst við Arnartanga 19.
Hreinn lést 2017.

I. Maður Sigurveigar, (18. maí 1963), var Hreinn Úlfarsson frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, f. 29. september 1937, d. 16. ágúst 2017.
Börn þeirra:
1. Júlíus Gísli Hreinsson, líffræðingur með doktorspróf í stjórnun, býr í Svíþjóð, f. 8. nóvember 1963. Kona hans Sigrún Gerður Finnbogadóttir.
2. Ingi Geir Hreinsson, með masterspróf í sálfræði, skrifstofumaður, verkefnastjóri, f. 5. desember 1966, ókvæntur.
3. Hlynur Már Hreinsson, býr í Svíþjóð, f. 26. mars 1975. Fyrrum sambúðarkona Kolbrún Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.