Sigríður Bjarney Björnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Bjarney Björnsdóttir.

Sigríður Bjarney Björnsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist 17. ágúst 1934 á Austurgötu 11B á Siglufirði og lést 12. ágúst 2023.
Foreldrar hennar voru Björn Zóphonías Sigurðsson skipstjóri frá Vatnsenda í Héðinsfirði, f. 4. nóvember 1892, d. 30. ágúst 1974, og kona hans Eiríkssína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, húsfreyja, verkalýðsleiðtogi, bæjarfulltrúi, f. 11. apríl 1897, d. 18. september 1960.

Börn Eiríksínu og Björns í Eyjum:
1. Halldóra Guðrún Björnsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009, kona Boga Jóhannssonar.
2. María Stefanía Björnsdóttir húsfreyja, 13. september 1931, d. 25. október 2010, kona Hafsteins Júlíussonar.
3. Sigríður Bjarney Björnsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1934, kona Garðars Júlíussonar.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fór til Eyja og var í vist hjá Halldóru systur sinni um skeið, vann við fiskvinnslu og afgreiðslu, síðar á skrifstofu BYKO.
Þau Garðar giftu sig á Siglufirði 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Bakkastíg 7, síðar við Bakkastíg 18 til Goss, en síðast að Reynigrund 13 í Kópavogi.
Garðar lést 1988.
Sigríður bjó um skeið með Bárði Auðunssyni skipasmíðameistara.
Sigríður bjó í Kópavogi.
Hún lést 2023.

I. Maður Sigríðar Bjarneyjar, (27. júlí 1954), var Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, hafnargjaldkeri, f. 10. nóvember 1932 í Stafholti, d. 26. ágúst 1988.
Börn þeirra:
1. Björn Zóphonías Garðarsson kennari í Svíþjóð, f. 23. maí 1955. Kona hans Fjóla Ingólfsdóttir.
2. Kristinn Garðarsson landfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 11. júní 1964. Kona hans Sigrún Kristín Barkardóttir.

II. Sambúðarmaður Sigríðar Bjarneyjar var Bárður Auðunsson skiðpasmíðameistari, f. 2. nóvember 1925, d. 10. desember 1999.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 4. september 2023. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.