Ásta Þorsteinsdóttir (Laufási)
Ásta Þorsteinsdóttir frá Laufási fæddist 20. apríl 1908 og lést 17. ágúst 1934.
Faðir Ástu var Þorsteinn skipstjóri og útgerðarmaður í Laufási, f. 14. október 1880, d. 25. mars 1965, Jónsson bónda, safnvarðar og útgerðarmanns á Hrauni, f. 26. mars 1851, d. 3. ágúst 1924, Einarssonar bónda á Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 12. janúar 1808, d. 27. febrúar 1883, Ísleifssonar, og konu Einars, Sigríðar húsfreyju, f. 20. ágúst 1815, d. 16. ágúst 1880, Auðunssonar.
Móðir Þorsteins í Laufási og fyrri kona Jóns á Hrauni var Þórunn húsfreyja, f. 19. apríl 1850, d. 15. mars 1903, Þorsteinsdóttir bónda í Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum, f. 14. ágúst 1813, d. 15. desember 1858, Ólafssonar og konu Þorsteins, Kristínar húsfreyju, f. 19. júlí 1823, d. 23. nóvember 1890, Jónsdóttur.
Móðir Ástu og kona Þorsteins í Laufási var Elínborg húsfreyja í Laufási, f. 1. nóvember 1883, d. 5. mars 1974, Gísladóttir verslunarstjóra í Juliushaab, (Tanganum), f. 14. ágúst 1834 í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, d. 8. ágúst 1919, Engilbertssonar og konu Engilberts Ólafssonar, Guðfinnu húsfreyju, f. 15. ágúst 1807, d. 11. nóvember 1894, Gísladóttur.
Móðir Elínborgar og kona Gísla Engilbertssonar var Ragnhildur húsfreyja á Tanganum, f. 19.
október 1844 í Fljótshlíð, d. 12. maí 1925, Þórarinsdóttir bónda á Hlíðarenda, f. 1807, Þórarinssonar, og konu hans Katrínar Þórðardóttur húsfreyju, f. 8. nóvember 1806, d. 17. desember 1899.
Börn Elínborgar og Þorsteins í Laufási:
1. Þórhildur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Breiðabólstað í Fljótshlíð, f. 20. janúar 1903, d. 21. desember 2004.
2. Unnur Þorsteinsdóttir húsfreyja í Bræðratungu, f. 19. október 1904, d. 6. mars 1947.
3. Gísli Þorsteinsson frystihússeigandi í Eyjum, f. 23. júní 1906, d. 10. júlí 1987.
4. Ásta Þorsteinsdóttir, f. 20. apríl 1908, d. 17. ágúst 1934.
5. Jón Þorsteinsson, f. 15. maí 1910, d. 11. júní 1923.
6. Fjóla Þorsteinsdóttir húsfreyja, skifstofumaður í Reykjavík, f. 30. apríl 1912, d. 31. júlí 2012.
7. Ebba Þorsteinsdóttir, f. 15. desember 1916, d. 18. ágúst 1927.
8. Anna Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 13. maí 1919, d. 18. desember 2010.
9. Bera Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 31. maí 1921.
10. Jón Þorsteinsson verkstjóri, f. 12. nóvember 1923, d. 16. júní 2007.
11. Dagný Þorsteinsdóttir húsfreyja, handavinnukennari í Eyjum, f. 3. apríl 1926, d. 4. ágúst 2016.
12. Ebba Þorsteinsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður í Hafnarfirði, f. 19. maí 1927, d. 14. október 1987.
Fóstursonur hjónanna, sonur Unnar dóttur þeirra og Runólfs í Bræðratungu, er
13. Ástþór Runólfsson húsasmíðameistari, f. 16. október 1936.
Ásta var með foreldrum sínum í Laufási í æsku. Hún var með þeim 1927, var um skeið vinnukona í Þýskalandi og lærði þýsku. Hún fluttist heim og lést af völdum botnlangabólgu 1934.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Elínborg Jónsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.